Deloitte býður upp á faglega þjónustu á sviði sjálfbærni og ráðgjafar á sviði loftslagsmála. Við styðjum við sjálfbærnivegferð fyrirtækja, hvort sem það snýr að mótun stefnu í þeim málum, skilgreiningu á lykilmælikvörðum eða staðfestingu á sjálfbærniuppgjöri.
Deloitte er leiðandi ráðgjafi fyrir fyrirtæki og opinbera aðila sem leggja áherslu á verðmætasköpun og áhættustýringu í nýju og sjálfbæru lágkolefnishagkerfi.
Við bjóðum upp á alhliða þjónustu á sviði sjálfbærni og loftslagsmála út frá viðmiðum um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS-viðmið). Dæmi um verkefni sem við getum aðstoðað við eru tvöföld mikilvægisgreining, sjálfbærniskýrsla, loftslagsáhættumat, flokkunarreglugerð ESB, sjálfbærnistefnumótun og kolefnisspor.