Sjálfbærnikönnun Deloitte var framkvæmd í fjórða sinn en markmið hennar er að fá innsýn í vægi sjálfbærnimála í rekstri fyrirtækja. Þátttakendur voru um 2.100 stjórnendur í 27 löndum, þar af 141 innan Norðurlandanna.
Niðurstöður sýna að sjálfbærni heldur áfram að vera forgangsmál.
Niðurstöður nýrrar könnunar Deloitte sýna að sjálfbærni er áfram á meðal þriggja helstu áherslusmála æðstu stjórnenda, samhliða tækninýtingu og gervigreind (AI).
Síðastliðið ár hefur fjárfesting í málaflokknum aukist þar sem stjórnendur gera sér æ betur grein fyrir því virði sem hann skapar. Tekjuöflun er stærsti ávinningurinn og helsti hvatinn til áframhaldandi sjálfbærniaðgerða hjá fyrirtækjum.
Tækni og gervigreind gegna lykilhlutverki á sjálfbærnivegferðinni samkvæmt stjórnendum og gerir fyrirtækjum kleift að umbreyta ferlum og aðgerðum og skapa þannig virði til framtíðar.
Stjórnendur á Norðurlöndum
Af þeim rúmlega 2.100 stjórnendum sem könnunin var lögð fyrir voru 141 innan Norðurlandanna. Líkt og hjá kollegum sínum á alþjóðavísu er sjálfbærni á meðal þriggja efstu áhersluatriða næsta árið.
stjórnenda segja fyrirtæki sitt hafa nýtt gervigreind í sjálfbærniaðgerðum sínum
stjórnenda telja að loftslagsbreytingar muni hafa mikil/mjög mikil áhrif á stefnu og rekstur síns fyrirtækis næstu þrjú árin
stjórnenda finna pressu frá ytri hagaðilum um auknar sjálfbærniaðgerðir