Í endurskoðunarvinnunni nýtum við það öfluga bakland og alþjóðlegu tengsl sem Deloitte hefur, auk þess að nýta tækni með skipulögðum og markvissum hætti til að auka skilvirkni og tryggja samræmi í vinnulagi.
Endurskoðun reikningsskila
Endurskoðun er óháð og kerfisbundin öflun gagna og mat á þeim í þeim tilgangi að láta í ljós álit um áreiðanleika og framsetningu þeirra. Aðferðarfræði Deloitte við endurskoðun er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla (ISA). Aðferðafræðin byggir á áhættugreiningu, skilvirkum endurskoðunaraðgerðum og virðisaukandi upplýsingum til stjórnenda.
Könnun ársreikninga
Deloitte býður upp á könnun á ársreikningium. Markmið könnunarinnar á er að gera endurskoðanda kleift að álykta, byggt á aðgerðum sem ekki eru jafn ítarlegar og við endurskoðun, hvort nokkuð hafi komið fram sem bendi til annars en að reikningsskil gefi glögga mynd í samræmi við lög og reglur. Ekki er því gefið álit um endurskoðun.
Aðferðafræði Deloitte við könnun ársreikninga er í samræmi við ISRE 2400 alþjóðlegan staðal um könnun.
Könnun árshlutareikninga
Deloitte býður upp á könnun á árshlutareikningum, en könnun á árshlutareikningum á við hjá fyrirtækjum sem jafnframt eru endurskoðuð. Slík könnun felur í sér fyrirspurnir, einkum til starfsmanna sem eru ábyrgir fyrir fjármálum og reikningsskilum fyrirtækis, ásamt greiningum á hinum ýmsu liðum reikningsskilanna og öðrum könnunaraðgerðum. Könnun felur ekki í sér jafn víðtækar aðgerðir og endurskoðun. Ekki er því gefið álit um endurskoðun.
Aðferðafræði Deloitte við könnun árshlutareikninga er í samræmi við ISRE 2410 alþjóðlegan staðal um könnun árshlutareikninga.