Fara í aðalefni

Alþjóðlegt bakland

Deloitte vísar til eins eða fleiri aðildarfélaga innan Deloitte Touche Tohmatsu Limited („DTTL") og tengdra félaga þeirra (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte"). DTTL (einnig vísað til sem „Deloitte á alþjóðavísu") og hvert aðildarfélag þess eru lagalega aðskildir og sjálfstæðir lögaðilar, sem geta hvorki skyldað eða skuldbundið hvort annað gagnvart þriðja aðila. DTTL og hvert DTTL aðildarfélag og tengd félög eru aðeins ábyrg fyrir eigin athöfnum og aðgerðaleysi, en ekki hvors annars. DTTL innir ekki af hendi þjónustu til viðskiptavina. 

Aljóðlegt bakland öflugra sérfræðinga

Deloitte á Íslandi gerðist þann 15. mars 1994 fullgildur aðili að alþjóða endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu Limited (DTTL) sem sameinar um 460.000 sérfræðinga í yfir 150 löndum og landsvæðum.

Aðildin gefur okkur greiðan aðgang að sérfræðingum í öðrum aðildarfélögum og vinnum við náið þvert á lönd og landsvæði. Mikil þekkingarmiðlun á sér stað meðal félaganna, viðskiptavinum okkar til ávinnings. Þetta alþjóðlega bakland og öfluga tengslanet veitir þeim aðgang að sérfræðiþekkingu sem á sér ekki hliðstæðu.

Deloitte Global

Í sinni einföldustu mynd á allt uppruna sinn hjá Deloitte Global og flæðir yfir til allra aðildarfélaga. Global setur ákveðnar kröfur og skilyrði sem öll aðildarfélög þurfa að fylgja, auk ýmissa staðla er varða til að mynda vörumerkið, upplýsingaöryggi, gagnsæi og óhæði og áhættu- og gæðamál.

Deloitte NSE

NSE, Norður- og Suður-Evrópa, var stofnað til að sameina raddir aðildarfélaga á svæðinu og auka þannig vægi þeirra á alþjóðavísu; saman erum við sterkari. Þá er NSE samráðsvettvangur fyrir stærri stefnumarkandi mál.

Deloitte Nordic

Mjög náið samstarf er á milli Deloitte á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að efla enn frekar þjónustu við viðskiptavini okkar á norrænum markaði með samþættu stjórnskipulagi, þéttri samvinnu, breiðri fagþekkingu og djúpri innsýn í atvinnugreinar og markaði.