Fara í aðalefni

Höfum þýðingarmikil áhrif, saman

Tilgangur Deloitte er að hafa þýðingarmikil áhrif (e. make an impact that matters). Við ætlum að hafa raunveruleg, áþreifanleg áhrif á viðskiptavini, fólkið okkar og samfélag.

Gildin eru leiðarvísir í okkar daglega starfi

 

Gildi Deloitte eru fimm talsins og eru þau sameiginleg þvert á öll aðildarfélög. Gildin fimm innihalda tiltekin grunnviðmið sem leiðbeina okkur í daglegum störfum. Þau skapa væntingar um til hvers við ætlumst af hvort öðru og skilgreina hvernig við eigum að haga okkur.

Leiðandi í faglegri þjónustu
Deloitte er leiðandi í faglegri þjónustu og ætlar að endurhanna þjónustuna fyrir framtíðina. Við skuldbindum okkur til að skapa tækifæri og varða leiðina að sjálfbærari heimi.

Heilindi að leiðarljósi
Með því að starfa af heilindum hefur Deloitte áunnið sér traust viðskiptavina, eftirlitsaðila og almennings. Að viðhalda því trausti er eitt mikilvægasta verkefni okkar.

Umhugað um hvert annað
Við hugsum um hvert annað og setjum virðingu, sanngirni, starfsþróun og vellíðan hvers annars í forgang.

Samheldin og fjölbreytt heild
Við skörum fram úr þegar við stuðlum að samheldinni menningu og fögnum fjölbreytni. Við vitum að það laðar til okkar framúrskarandi fólk, drífur nýsköpun og ýtir undir heildstæðari lausnir fyrir viðskiptavini.

Vinnum saman til að hafa áhrif
Við vinnum saman þvert á svið, lönd og hæfnissvið. Með því sköpum við áþreifanleg, mælanleg og rekjanleg áhrif.