Deloitte á Íslandi er hluti af alþjóðafyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu Limited sem sameinar um 460.000 sérfræðinga í yfir 150 löndum og landsvæðum.
Deloitte á Íslandi gerðist þann 15. mars 1994 fullgildur aðili að alþjóða endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu Limited (DTTL) sem sameinar um 460.000 sérfræðinga í yfir 150 löndum og landsvæðum.
Deloitte á Íslandi er með átta starfsstöðvar; í Kópavogi, Reykjanesbæ, Snæfellsbæ, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum. Heildarfjöldi sérfræðinga er um 360.
Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu.
Deloitte ehf. og Deloitte Legal ehf. eru hlutdeildarfélög Deloitte NSE LLP sem er aðildarfélag Deloitte Touche Tohmatsu Limited („DTTL"). DTTL, einnig vísað til sem „Deloitte á alþjóðavísu" og hvert aðildarfélag þess eru lagalega aðskildir og sjálfstæðir lögaðilar.
Nánar um DTTL og hvernig við vinnum saman þvert á lönd og landsvæði.
Við störfum á ábyrgan og sjálfbæran hátt með áherslu á gagnsæi, gæða- og siðamál.
Við bjóðu upp á vinnuumhverfi þar sem okkur er umhugað um hvert annað, fjölbreytileikanum er fagnað og jafnrétti og jafnræði virt í hvívetna.
Við veitum framúrskarandi þjónustu með gæði í fyrirúmi og sköpum virði til framtíðar.
Við störfum í þágu samfélagsins og leggjum okkar á vogarskálarnar með stuðningi við margvísleg samfélagsverkefni.
Opnast í nýjum glugga