Samkvæmt lögum um endurskoðendur skulu endurskoðunarfyrirtæki sem hafa með höndum endurskoðun eininga tengdum almannahagsmunum árlega birta á vefsetri sínu skýrslu um gagnsæi.
Stjórn og forstjóri Deloitte ehf. staðfesta samkvæmt þeirra bestu vitund að í skýrslunni komi fram öll þau atriði sem kveðið er á um í lögum nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun og í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 537/2014.
Jafnframt lýsir stjórn félagsins því yfir að innra eftirlitskerfi félagsins, eins og því er lýst í skýrslunni, er skilvirkt og staðfestir að þeim óhæðisreglum, sem félaginu ber að fylgja og lýst er í skýrslunni, hafi verið fylgt.