Fara í aðalefni

Deloitte er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem hjálpar viðskiptavinum að leysa fjölbreyttar áskoranir. Við erum stærst á okkar sviði í heimi, með um 460.000 sérfræðinga í yfir 150 löndum og landsvæðum, þar af eru um 360 sérfræðingar hér á landi.

Við veitum fyrirtækjum og stofnunum fjölbreytta þjónustu á sviði tækniráðgjafar, stjórnendaráðgjafar, skatta- og lögfræðiráðgjafar, áhætturáðgjafar, endurskoðunar, reikningsskila og tengdrar þjónustu.

 

Við eigum góða punkta um rekstur fyrirtækja og stofnana í öllum geirum samfélagsins

 

 

 

 

Góður punktur!

Góðir punktar frá Deloitte eru stuttir og hnitmiðaðir fræðslu- og/eða upplýsingapunktar um fjölbreytt málefni er varða rekstur og starfsemi fyrirtækja og stofnana. Góðir punktar eru byggðir á rannsóknum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu hjá sterku og samheldnu teymi Deloitte á Íslandi – og snerta aðeins brotabrot af því sem við fáumst við á hverjum degi.

Dagný Eva Loitte

Í því augnamiði að setja góða punkta fram á skemmtilegan hátt, ákváðum við að leita aðstoðar hjá gervigreind.

Gervigreindin fékk þau fyrirmæli að búa til eina manneskju úr öllum sérfræðingum Deloitte á Íslandi og fékk hún ljósmyndir af okkur til að byggja persónuna á.

Niðurstaðan var hinn eini sanni Deloitte ráðgjafi - Dagný Eva Loitte, eða D. E. Loitte. Dagný Eva er með um það bil 1.800 ár af háskólanámi á bakinu, sirka 550 gráður á háskólastigi og um 2.500 ára starfsreynslu hjá Deloitte.

Þó að Dagný Eva sé búin til með aðstoð frá gervigreind skal tekið fram að punktarnir frá henni koma frá raunverulegum ráðgjöfum Deloitte á Íslandi og byggja á rannsóknum, reynslu okkar og þekkingu.

Fylgdu Deloitte á Íslandi á Instagram.

Did you find this useful?

Thanks for your feedback