Netógnir og -árásir hafa færst í aukana og aðferðir árásaraðila sífellt þróaðri. Lausnir Deloitte hjálpa þér að vernda þín gögn og upplýsingar.
Deloitte hefur mikla reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði netöryggis og vinnur náið með fyrirtækjum til að tryggja öryggi þeirra í síbreytilegu umhverfi netógna. Með þjónustulínum okkar á sviði netöryggis tryggjum við að fyrirtæki séu vel varin fyrir áföllum í rekstri.
Það er mikilvægt að stjórnendur tryggi að netöryggisráðstafanir séu samofnar öllum hliðum reksturs og fjárfesti í fyrirbyggjandi aðgerðum í því augnamiði að lágmarka skaða af netárásum eða rekstrarrofi. Þetta er ekki spurning um hvort fyrirtæki verður fyrir árás - heldur hvenær.
Við veitum viðskiptavinum alhliða ráðgjöf á sviði net- og upplýsingaöryggis, allt frá stefnumótun, þróun og innleiðingu árangursríkra öryggisráðstafana til öryggis- og innbrotsprófana, greiningu veikleika og úttekta til að kanna fylgni við netöryggislög s.s. DORA og NIS2.
sérfræðingar í net- og upplýsingaöryggi
viðskiptavinir þvert á atvinnugreinar
lönd og landsvæði
ára reynsla í net- og upplýsingaöryggi