Fara í aðalefni

Skattaráðgjöf

Deloitte Legal býður upp á alhliða og aðgengilega skattaráðgjöf fyrir einstaklinga og lögaðila, jafnt innlenda sem erlenda. Við erum hluti af alþjóðlegu neti skattasérfræðinga sem telur yfir 45.000 manns í yfir 150 löndum um allan heim.

Hjá Deloitte Legal á Íslandi starfa fjölmargir sérfræðingar sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á öllum sviðum skattaréttar. Sérfræðingar Deloitte veita faglega og óháða ráðgjöf bæði varðandi innlendan sem og alþjóðlegan skattarétt.

Það er grundvallaratriði að sýna fyrirhyggju í skattamálum. Skattalög og reglur teygja anga sína víða í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Stafar það af talsverðum fjölda flókinna skatta sem lagðir eru á fyrirtæki og viðskipti þeirra í milli, sem og af reglum sem leiða gjarnan til ólíkrar álagningar þeirra. Þá er regluverk í kringum skatta gjarnan viðamikið,síbreytilegt og háð túlkunum, hér heima og ekki síður á alþjóðavísu.

Deloitte Legal leitast við að finna heildstæðar lausnir fyrir stjórnendur fyrirtækja sem taka mið af markmiðum þeirra og að miðla ráðgjöf með hnitmiðuðum hætti. Með því má tryggja markvissa eftirfylgni við lög og reglur og lágmörkun á áhættu. Auk þess að veita alhliða ráðgjöf þá veita sérfræðingar Deloitte Legal einnig aðstoð við lögbundin skýrsluskil fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra og aðstoða með samskipti við skattyfirvöld hér heima og erlendis í samvinnu við aðildarfélög Deloitte Legal í viðkomandi löndum.

Við kaup á nýjum fyrirtækjum eða rekstrareiningum er gríðarlega mikilvægt að fá ráðgjöf um skattalega meðferð eða láta kanna hvort skattaleg álitamál fylgi viðkomandi fyrirtæki sem rekstraráhætta. Sérfræðingar Deloitte Legal hafa viðamikla reynslu af gerð skattalegra áreiðanleikakannana þar sem niðurstöðum er miðlað á hnitmiðaðan hátt án þess að afsláttur sé gefinn af gæðum.