Í endurskoðunarvinnunni nýtum við það öfluga bakland og alþjóðlegu tengsl sem Deloitte hefur, auk þess að nýta tækni með skipulögðum og markvissum hætti til að auka skilvirkni og tryggja samræmi í vinnulagi.
Við þjónustum fjölbreyttan hóp viðskiptavina á sviði endurskoðunar og reikningsskila, allt frá minni nýsköpunarfyrirtækjum til stórra, skráðra félaga með alþjóðlega starfsemi.
Hjá Deloitte eru gæði ávallt í forgrunni og endurskoðunarvinnan er þar engin undantekning. Við störfum samkvæmt ströngum gæðaferlum og –kröfum sem settar eru af alþjóðafyrirtækinu og öllum aðildarfélögum ber að fylgja. Auk þess fylgjum við þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda, bæði hér á landi og á alþjóðavísu.
Sjáðu hvernig við nýtum sérfræðinga okkar, aðferðafræði og tæknilausnir til þess að tryggja framúrskarandi þjónustu í samræmi við væntingar viðskiptavina okkar.