Sérfræðingar Deloitte í löggjöf um verndun persónuupplýsinga eru tilbúnir til að aðstoða þitt fyrirtæki og geta boðið upp á margvíslega þjónustu á sviði löggjafarinnar en þar má nefna:
Persónuverndarfulltrúi (e. DPO)
Sérfræðingar Deloitte veita sértæka aðstoð í tengslum við hlutverk persónuverndarfulltrúa. Deloitte býður þannig allt í senn upp á þjónustu sem mætir kröfum þeirra fyrirtækja sem kjósa að útvista hlutverki persónuverndarfulltrúans, sem og að veita skipuðum persónuverndarfulltrúum ráðgjöf og aðstoð við að sinna þeim fjölmörgu skyldum sem kveðið er á um í lögunum.
Auk þeirra sérfræðinga sem starfa hér á landi vinnum við í náinni samvinnu við Deloitte í Danmörku, Noregi, Hollandi og Belgíu þar sem fyrir hendi er reynsla af mjög stórum og flóknum verkefnum á þessu sviði.
Opens in new window