Áhrifarík innri endurskoðun stuðlar að því að stjórnendur fái tímanlegar og áreiðanlegar fjárhags- og rekstrarupplýsingar og geti með því brugðist skjótt við mögulegum vandamálum sem upp geta komið í rekstrinum.
Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, innra eftirlits og stjórnarhátta og stuðlar þannig að því að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök nái markmiðum sínum. Áhrifarík innri endurskoðun stuðlar að því að stjórnendur fái tímanlegar og áreiðanlegar fjárhags- og rekstrarupplýsingar og geti með því brugðist skjótt við vandamálum sem upp koma í rekstrinum.
Deloitte hefur langa reynslu í innri endurskoðun fyrirtækja og stofnana, allt frá ráðgjöf til útvistunar innri endurskoðunar. Hjá Deloitte starfa fjölmargir sérfræðingar með mikla þekkingu og reynslu á innra eftirliti, áhættustýringu og góðum stjórnarháttum.
Umfang innri endurskoðunaráætlunar er alltaf ákveðið í samvinnu við viðskiptavini. Þá eru valdir sérfræðingar í samræmi við umfang og eðli hvers verkefnis þannig það skili sem mestum ávinningi fyrir fyrirtækið.
Deloitte getur meðal annars aðstoðað með:
Opnast í nýjum glugga