Fara í aðalefni

DORA-reglugerðin

Ný áskorun fyrir evrópska aðila á fjármálamarkaði

Deloitte aðstoðar viðskiptavini þegar kemur að greiningu, ráðgjöf eða aðlögun starfseminnar að kröfum DORA-reglugerðarinnar.

Reglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar, DORA-reglugerðin, er ætlað að auka viðnámsþrótt aðila á fjármálamarkaði á sviði net- og upplýsingaöryggis og samræma umgjörð áhættustýringar svo þeir geti brugðist við öryggisáhættu og öðrum stafrænum ógnum.

DORA hefur í för með sér aukna skýrslugjöf, gagnsæi og skýrari úthlutun ábyrgðar í tilefni hugsanlegs neyðarástands.