Í grundvallaratriðum er tilgangur áreiðanleikakönnunar (e. due diligence) að samræma vitneskju og upplýsingar kaupanda og seljanda á félaginu. Áreiðanleikakönnun stuðlar að því, sé hún rétt framkvæmd, að takmarka óvissu vegna viðskiptanna þannig að hægt sé að fækka verulega fyrirvörum og ábyrgðum í kaupsamningi.
Áreiðanleikakönnun er ítarleg skoðun á stöðu og starfsemi fyrirtækis – nokkurs konar heilsufarsathugun.
Áreiðanleikakönnun getur átt við fjölda mismunandi athugana sem kaupandi eða seljandi láta framkvæma í tengslum við viðskipti með fyrirtæki. Áreiðanleikakönnun getur einnig verið unnin fyrir lánveitendur og/eða nýst við fjármögnun viðskipta.
Athuganirnar geta til dæmis snúið að fjárhagslegum málefnum, lögfræðilegum og skattalegum álitaefnum og í sumum tilvikum skoðun á markaðs- og tæknilegum atriðum sem gætu haft veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækisins í nálægri framtíð.
Umfang skoðunar fer eftir eðli og flækjustigi viðskipta og félagsins sem er til skoðunar á hverjum tíma.
Áreiðanleikakönnunum má skipta í þrjá flokka:
Niðurstöður áreiðanleikakannana eru settar fram í skýrslu sem er til þess fallin að lesandinn geti með einföldum hætti áttað sig á lykilatriðum í rekstri og fjárhag félagsins, sem taka þarf tillit til áður en gengið er frá viðskiptum.
Opnast í nýjum glugga