Regluleg áætlanagerð er ferli sem krefst fókus á skipulagningu, framkvæmd og eftirfylgni. Til þess að fá mynd af rekstrarstöðu fyrirtækis sem og fjármagns- og lausafjárstöðu tekur ferlið oft mikla vinnu og tíma starfsfólks.
Eftir að áætlanagerð er lokið eru nokkrir þættir sem þarf að hafa í huga:
Á að haga vinnuferlinu á annan hátt en gert hefur verið?
Er áætlunarlíkanið of flókið?
Er nægjanlega mikil fylgni á milli líkansins og raunverulegrar útkomu?
Við getum meðal annars aðstoðað með:
Gerð handbókar um áætlanagerð
Gerð verkefnaáætlunar
Ráðgjöf við val á verkfærum, meðal annars þarfagreiningar