Fara í aðalefni

Sjö nýir löggiltir endurskoðendur hjá Deloitte

Frábær árangur hjá okkar fólki

Það var heldur betur gleði í húsakynnum Deloitte þegar niðurstöður úr löggildingarprófum þessa árs lágu fyrir en það bættust við sjö nýir löggiltir endurskoðendur hjá félaginu:

  • Ásdís Eva Svansdóttir
  • Björn Óskar Guðjónsson
  • Dagmar Sigurðardóttir
  • Ingunn Einarsdóttir
  • Ísak Andri Arnarson
  • Jón Snær Jónsson
  • Sindri Snær Ólafsson

Við erum svo ótrúlega stolt og montin af okkar fólki sem er svo sannarlega vel að þessu komið. Við óskum þeim öllum enn og aftur hjartanlega til hamingju.

Þá er verulega ánægjulegt að samtals 16 einstaklingar hljóta löggildingu í ár sem samkvæmt Félagi löggiltra endurskoðenda (FLE) er töluverð fjölgun frá síðustu árum.

Gjafir afhentar í höfuðstöðvum Deloitte að Dalvegi 30
Frá vinstri: Ásdís Eva Svansdóttir, Björn Óskar Guðjónsson, Ingunn Einarsdóttir, Jón Snær Jónsson, Ísak Andri Arnarson, Dagmar Sigurðardóttir og Sindri Snær Ólafsson