Fara í aðalefni

Jólakortastyrkur Deloitte árið 2024 rennur til Ljóssins

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess

Nú um árabil hefur Deloitte á Íslandi haft þann háttinn á að senda ekki jólakort til viðskiptavina heldur þess í stað látið andvirði þeirra renna til góðs málefnis. Málefnin hafa verið fjölbreytt undanfarin ár og snert ýmsar hliðar samfélagsins.

Í ár rennur styrkurinn okkar til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

Hjá Ljósinu er boðið upp á fjölbreytta þjónustu en markmiðið starfseminnar er „heildræn nálgun á þarfir einstaklingsins, sama á hvaða stað viðkomandi er í ferlinu. Lagt er upp með að veita stuðning í kjölfar greiningar, fræða um bjargráð, ýta undir virkni og félagslega þátttöku auk þess að stuðla að því að viðhalda bæði andlegu og líkamlegu þreki með fræðslu og líkamlegri endurhæfingu.“

Þær María Skúladóttir og Hilma Jónsdóttir í markaðsdeild Deloitte kíktu í heimsókn til Ljóssins og afhentu Ernu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru, styrkinn fyrir hönd félagsins.