Fara í aðalefni

Kynslóðakönnun um umhverfi og samfélag 2024

Deloitte, Festa og SHÍ

Kynslóðakönnun um umhverfi og samfélag er samstarfsverkefni Deloitte, Festu – miðstöðvar um sjálfbærni og Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Könnunin fjallar um viðhorf og upplifanir Z-kynslóðarinnar (e. Gen Z) og aldamótakynslóðarinnar (e. Millennials) á mögulegum áhrifum fyrirtækja og stofnana á það umhverfi og samfélag sem þau starfa í og er þetta fyrsta sinn sem hún er framkvæmd hér á landi.

240

þátttakendur

6

háskólar

Niðurstöðurnar varpa meðal annars ljósi á viðhorf þátttakenda á mikilvægi þess að hafa tilgang í starfi m.t.t. starfsánægju og vellíðanar. Þá segist yfir helmingur þátttakenda vera tilbúinn að borga meira umhverfislega sjálfbærar vörur og þjónustu.

Að auki ættu stjórnvöld og fyrirtæki að gera meira til þess að takast á við loftslagsbreytingar að mati þátttakenda, sem flestir hafa á einn eða annan hátt breytt neysluhegðun sinni þannig að hún dragi úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Það er ánægjulegt að sjá hversu mikla áherslu unga kynslóðin leggur á umhverfi og samfélagsmál þegar hún tekur ákvörðun um vinnuveitenda og/eða kaup á vörum og þjónustu. 

"Það er ánægjulegt að sjá hversu mikla áherslu unga kynslóðin leggur á umhverfi og samfélagsmál þegar hún tekur ákvörðun um vinnuveitenda og/eða kaup á vörum og þjónustu.

Þetta sýnir mikilvægi þess að atvinnulífið taki þessi mál föstum tökum til að skerða ekki samkeppnisstöðu sína. Kröfur um úrbætur í málaflokknum koma einnig í auknum mæli frá fjármálakerfinu en við sjáum lánastofnanir og fjárfesta horfa mun meira til þessara þátta en áður.

Nýju sjálfbærniregluverki um upplýsingagjöf (CSRD og EU Taxonomy) er einmitt ætlað að styðja við þessa vegferð atvinnulífsins og því hvetjum við fyrirtæki til að setja þessi mál á dagskrá og huga tímanlega að undirbúningi nýs regluverks,”

segir Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærniráðgjafar Deloitte á Íslandi.

Um könnunina

Könnunin var send út rafrænt tímabilið október til nóvember 2024 á alla nemendur Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst, Listaháskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og SÍNE, samtök íslenskra námsmanna erlendis. Þátttakendur voru 240 talsins og var hlutfall Z-kynslóðarinnar 65% á móti 35% hlutfalli aldamótakynslóðarinnar. Í könnuninni er aldamótakynslóðin (e. Millennials) skilgreind sem fólk fætt á bilinu janúar 1983 til desember 1994 og Z-kynslóðin (e. Gen Z) skilgreind sem fólk fætt á bilinu janúar 1995 til desember 2005.

Did you find this useful?

Thanks for your feedback