Skip to main content

Deloitte Legal

Framsækin lögmannsstofa, byggð á traustum grunni mikillar reynslu

Deloitte Legal er öflugur hópur lögmanna, lögfræðinga og annarra sérfræðinga sem hefur áralanga reynslu af lögfræðiverkefnum fyrir stóra sem smáa, og íslenska sem alþjóðlega viðskiptavini, og er leiðandi á markaði þegar kemur að skattaráðgjöf.

Megintilgangur Deloitte Legal er að sinna þeirri lögrænu vegferð sem óhjákvæmilega er samofin stefnu og aðgerðum fyrirtækja, enda snertifletir við lög og reglur víða. Við vinnum þannig með okkar viðskiptavinum við að leysa áskoranir, fyrirbyggja óvissu, lágmarka áhættu, leita nýrra tækifæra og þróa lausnir á mannamáli sem skapa sem mest virði í takt við markmið þeirra.

Deloitte Legal leitast við að þekkja mismunandi atvinnugreinar og vinna með kjarnaþætti og stefnu viðskiptavina. Lögð er áhersla á að nálgast verkefni heildstætt, ekki bara sem stök úrlausnarefni. Notast er við alþjóðlegt bakland og starfshætti sem og tækni í bland við staðbunda sérþekkingu. Sú samvirkni á sér fáar hliðstæður á íslenskum markaði og þar liggur virðisauki Deloitte Legal.

Auk alþjóðlegs lögfræðinets Deloitte Legal er aðgengi að yfir 460.000 sérfræðingum Deloitte á alþjóðavísu á sviði endurskoðunar, áhættu-, fjármála- og upplýsingatækniráðgjafar í yfir 150 löndum. Deloitte Legal er því í kjörstöðu til að styðja við fyrirtæki hvar sem er í heiminum við úrlausn sífellt flóknari lögfræði- og skattalegra áskorana.