Fara í aðalefni

Áhættustýring

Skilar áhættustjórnun mælanlegum ávinningi fyrir fyrirtækið þitt? Öflug áhættustýring greinir og metur áhættuþætti sem geta valdið því að fyrirtækið þitt nái ekki sínum markmiðum og skilgreinir hvernig brugðist er við áhættunni.

Deloitte aðstoðar viðskiptavini við að skilja og stjórna áhættum í sínum rekstri. Dæmigert verkefni felst í því að greina viðskiptaferla, greina áhættur sem í þeim felast og meta hvort innri eftirlitsaðgerðir dragi nægilega úr og stýri áhættunni.

Við getum meðal annars aðstoðað með:

  • Áhættumat
  • Mat á rekstraráhættu fyrirtækisins
  • Breytingarstjórnun fyrir áhættustýringu  
  • Hönnun og framkvæmd áhættustýringar
  • Útvistun/hlutvistun áhættustýringar
  • Ráðgjöf og þjálfun fyrir áhættustjórnendur og starfsmenn áhættustýringar
  • Mat á áhættumenningu fyrirtækisins
  • Mat á áhættu í framboðskeðjunni
  • Mat á áhættu í tengslum við birgja og aðra samstarfsaðila