Fara í aðalefni

Rekstrarlinsa Deloitte

Óháð mat sérfræðinga á tækifærum í rekstri og fjárbindingu

Nútíma rekstrarumhverfi er síbreytilegt og getur skapað ýmsar áskoranir fyrir bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir. Rekstrarlinsa Deloitte hentar stjórnendum fyrirtækja sem leita að tækifærum til að bæta rekstur sinn.

Deloitte getur aðstoðað stjórnendur við að koma auga á virðisskapandi tækifæri í rekstri og fjárbindingu. Sérfræðingar Deloitte eru reynslumiklir og hafa veitt ráðgjöf til fyrirtækja af ýmsum toga í fjölbreyttum atvinnugreinum, sem og stofnanna.

Rekstrarlinsa Deloitte er óháð mat sérfræðinga á tækifærum til endurskipulagningar á rekstri og eignum fyrirtækis í heild eða eininga innan þess. Matið felur m.a. í sér:

  • Greiningu á fjárhagslegum upplýsingum, þróun rekstrarstærða og mat á áskorunum sem félagið stendur frammi fyrir.
  • Greiningu á tækifærum til virðissköpunar s.s. tækifæri tengd rekstrarafkomu, fjárbindingu í veltufjármunum og öðrum eignum auk tækifæra sem tengjast fjármögnun og stjórntækjum á borð við upplýsingakerfi og áætlanagerð.
  • Samtal við stjórnendur þar sem áskoranir, stefna og framtíðarsýn félagsins eru rædd.

Niðurstöður greiningar eru settar fram í skýrslu þar sem m.a. eru settar fram niðurstöður greininga og tillögur að aðgerðaáætlun til virðissköpunar byggt á þeim tækifærum sem greind hafa verið og samræmast stefnu og framtíðarsýn stjórnenda.