Tilgangur hvatakerfa er að sameina hagsmuni starfsfólks og hluthafa með því að umbuna starfsfólki fyrir að uppfylla væntingar hluthafa um árangur í rekstri.
Mikilvægt er að vanda til verka við smíði og innleiðingu hvatakerfis þar sem góð undirbúningsvinna er nauðsynleg til að tryggja árangur með innleiðingu hvatakerfis. Hvatakerfið þarf að smíða þannig að það sé einfalt og gagnsætt en jafnframt skilvirkt, þannig að ávinningur sé umfram kostnað.
Við smíði og innleiðingu hvatakerfis þarf að horfa til rekstrarlegra, reikningshaldslegra, skattalegra og lögfræðilegra þátta.
Hverju þarf að huga að?
Hvernig getur Deloitte orðið að liði?
Deloitte hefur yfir að ráða reynslumiklum ráðgjöfum á öllum þeim sviðum er snerta útfærslu hvatakerfis. Reynsla og þverfagleg þekking á sviði verðmats, reikningshalds, skatta og lögfræði gerir okkur kleift að bjóða fyrirtækjum upp á alhliða ráðgjöf frá upphafi ferlisins til loka þess.
Opnast í nýjum glugga