Viðskiptavinir Deloitte hafa aðgang að fjölbreyttu úrvali sérfræðinga og fagfólks sem geta, með skömmum fyrirvara, stigið inn í hin ýmsu störf á fjármálasviðum fyrirtækja í fjarveru lykilstarfsfólks og tryggt þannig hnökralausan daglegan rekstur.
Tímabundnar ráðningar Deloitte gefa viðskiptavinum aðgang að fjölbreyttu úrvali sérfræðinga og fagfólks sem getur komið til starfa á fjármála- eða laundasviði fyrirtækja.
Að fá inn sérfræðing í tímabunda ráðningu er til dæmis algengt í fjarveru lykilstarfsfólks, svo sem vegna fæðingarorlofs eða veikinda. Þá getur verið tilvalið að fá inn auka hendur á álagstímum eða í átaksverkefnum.
Dæmi um hlutverk sem við tökum að okkur:
Opnast í nýjum glugga