Fara í aðalefni

Bókhalds- og launaþjónusta

Við mætum þínum þörfum

Deloitte býður upp á útvistunarlausnir innan bókhalds- og launaþjónustu til skemmri eða lengri tíma.

Framúrskarandi þjónusta í samræmi við væntingar

Fyrirtæki eru sífellt í hagræðingum til að lækkra rekstrarkostnað og efla samkeppnisforskot. Stór kostnaðarliður, einkum hjá minni fyrirtækjum, er oftar en ekki sá að viðhalda þeirri hæfni sem þarf innan fjármáladeilda við reikningshald, bókhald og launavinnslu.

Vilji stjórnendur auka sveigjanleika og beina kröftunum að meginstarfsemi fyrirtækisins, þá er útvistun afar hagkvæmur möguleiki.

Við hjá Deloitte tökum að okkur ýmis útvistunarverkefni innan fjármáladeilda, að hluta til eða að ölllu leyti. Meðal verkefna má nefna: 

  • Bókhald, afstemmingar og uppgjör
  • Launavinnslur
  • Skipulagning á viðskiptaferlum í fyrirtækjum
  • Árshluta- og ársuppgjör
  • Skattauppgjör og skattaskýrslur
  • Aðstoð við innanhússkýrslur fyrir stjórnendur
  • Aðstoð við áætlanagerð
  • Aðstoð við innleiðingu og uppsetningu bókhalds- og upplýsingakerfis