Fara í aðalefni

Jafnvægisvog FKA

Deloitte er stoltur bakhjarl Jafnvægisvogarinnar

Deloitte hefur verið samstarfsaðili Jafnvægisvogarinnar frá upphafi. Deloitte kom á laggirnar og heldur úti mælaborði sem sýnir stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni sem miðar að því að auka jafnvægi kynja í eftsta lagi stjórnunar fyrirtækja með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið að minnka kosti 40/60 í framkvæmdastjórum hér á landi.

--

Það er ánægjulegt að Deloitte hafi hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024 en viðurkenningar eru veittar til þeirra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga sem hafa markvisst unnið að því að auka jafnvægi kynja á efri stjórnunarþrepum.

Deloitte hefur um árabil unnið með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi. Að fjölga konum í stjórnunarstöðum og veita starfsfólki tækifæri til að nýta og virkja styrkleika sína, hæfni og krafta er eitt af forgangsmálum í stefnu Deloitte. Við höldum áfram vegferðinni og erum á réttri leið.