Fara í aðalefni

Dagný Eva Loitte

Andlit Dagnýjar Evu er búið til úr öllum 360 sérfræðingum Deloitte á Íslandi

Í febrúarmánuði fór í loftið herferðin Góður punktur. Góðir punktar eru stuttir og hnitmiðaðir fræðslu- og/eða upplýsingapunktar um hin ýmsu málefni er varða rekstur og starfsemi fyrirtækja og stofnana.

Í því augnamiði að koma okkar góðu punktum áleiðis ákváðum við að leita til gervigreindar með þau fyrirmæli að búa til eina manneskju úr öllum sérfræðingum Deloitte á Íslandi. Gervigreindin fékk ljósmyndir af starfsfólki og með því að blanda þeim saman varð úr ráðgjafinn Dagný Eva Loitte eða D. E. Loitte.

„Við vildum finna skemmtilega leið til að varpa ljósi á þá fjölbreyttu þekkingu sem býr í fyrirtækinu en hugsunin var frá upphafi að búa til auglýsingar sem var ætlað að fræða og skapa virði,“ segir María Skúladóttir, markaðsstjóri Deloitte.

Við vild­um finna skemmtilega leið til að varpa ljósi á þá fjöl­breyttu þekk­ingu sem býr í fyr­ir­tæk­inu en hugsunin var frá upphafi að búa til auglýsingar sem var ætlað að fræða og skapa virði.

Dagný Eva er með um það bil 1.800 ár af háskólanámi á bakinu, sirka 550 gráður á háskólastigi og um 2.500 ára starfsreynslu hjá Deloitte.

Þó að Dagný Eva sé búin til með aðstoð frá gervigreind skal tekið fram að punktarnir frá henni koma frá raunverulegum ráðgjöfum Deloitte á Íslandi og byggja á rannsóknum, reynslu okkar og þekkingu.