This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Skattadagur Deloitte 12. janúar 2006

Skattadagur Deloitte var haldinn í þriðja sinn fimmtudaginn 12. janúar, á Nordica Hótel í Reykjavík, í samvinnu við Viðskiptablað Morgunblaðisins, samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands. Fundargestir aðp þessu sinni voru um tvö hundruð.

Þorvarður Gunnarsson, Framkvæmdastjóri Deloitte, setti fundinn en að þvi loknu tók Tinna Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Norrænna fjárfestinga hjá Baugi Group, við fundarstjórn. Fyrsti ræðumaður Skattadagsins 2006  Ingimundur Sigurpálsson, formaður samtaka atvinnulífisns, sem fór yfir getu íslenska skattkerfisins til að takast á við alþjóðavæðingu viðskiptalífsins, bæði hvað varðar útrás íslenskra fyrirtækja og starfsemi erlendra fyrirtækja á Íslandi.

Því næst fór  Árni Harðarson, yfirmaður Skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, yfir helstu breytingar í skattamálum á milli ára, auk þess að greina það sem enn má bæta í íslensku skattkerfi. Undir  Skattamál 2005/2006 er að finna yfirlit helstu breytinga og ítarefni. Hér má jafnframt hlaða niður PDF af Skattamálum 2005/2006. Vinsamlega sendu okkur póst með nafni og heimilisfangi ef þú vilt fá prentaða útgáfu af Skattamálum 2005/2006 senda í pósti.

Stig Madsen, einn eiganda Deloitte í Danmörku, var aðalræðumaður Skattadagsins að þessu sinni. Í erindi sínu Danish Transactions -  How to structure a Danish acquisition, ræddi Stig um fjárfestingaumhverfið í Danmörku, fjárfestingar ársins 2005 og horfurnar fyrir 2006, ásamt því að fara yfir hvernig hyggilegast er að byggja upp kaup á dönskum félögum.

Árni Jón Árnason, verkefnisstjóri í Fjármálaráðgjöf Deloitte, fjallaði um skattaleg áhrif  Basel II reglugerðarinnar á fjármálafyrirtæki, viðskiptavini þeirra og eigendur.

Kristján Gunnar Valdimarsson, lögfræðingur, aðjúnkt við lagadeild HÍ og forstöðumaður hjá Landsbanka Íslands, lauk fundinum síðan á að varpa fram spurningunni „ eru áhrif Evrópuréttar á íslenskar skattareglur raunveruleg"? Í erindi sínu veltir Kristján upp spurningum er varða sjálfsákvörðunarrétt  íslenska ríkisins hvað varðar skattareglur og áhrif Evrópuréttar.

Síðan uppfærð síðast