This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Fjármál knattspyrnuheimsins


Vista viðhengi  

soccer

Í dag gefur Deloitte út sína árlegu skýrslu um fjármál knattspyrnuheimsins.   Í henni kemur fram að heildartekjur evrópskra knattspyrnuliða hafa aukist um 1 milljarð evra milli ára og námu alls 14,6 milljörðum evra á tímabilinu 2007/08.

Nýir sjónvarpssamningar hafa styrkt stöðu ensku úrvalsdeildarinnar sem tekjuhæsta deild í heiminum en tekjur hennar námu 2,4 milljörðum evra og er bilið núna milli hennar og næstu deilda komið yfir 1 milljarð evra.   Þýska, spænska og ítalska deildin eru jafnar í öðru sæti með um 1,4 milljarð evra í tekjur.   Ítalska deildin er hástökkvari listans en tekjur hennar hafa aukist um 34% milli ára sem skýrist að mestu af því að Juventus snéri aftur í efstu deild á Ítalíu.

Sem tákn um ónæmi knattspyrnunnar fyrir kreppunni þá telur Deloitte að tekjur knattspyrnunnar muni halda áfram að aukast en þó ekki með sama hraða og áður.   Prófsteinninn fyrir stóru deildirnar 5 verður að ná að halda sjó í haust þegar áhangendur þurfa að endurnýja ársmiða sína fyrir tímabilið 2009/10 og endurnýjun styrktarsamninga á sér stað.   Það gefur þó góð fyrirheit að 2% aukning hefur orðið í áhorfendafjölda á nýafstöðnu tímabili.   Einnig þurfa liðin að viðhalda auglýsingatekjum og hinni ábatasömu starfsemi í kringum heimaleikina ásamt því að halda launum og öðrum kostnaði í skefjum.   Þýska, franska og enska deildin ásamt stærstu félögunum á Spáni hafa nú þegar tryggt sér sjónvarpssamninga til langs tíma.  

Meirihluta tekjuaukningar liðanna var eytt í aukin laun leikmanna og til kaupa á leikmönnum.  Launakostnaður stóru deildanna fimm jókst um 14% milli ára og nam 4,8 milljörðum evra á tímabilinu 2007/08.

Annað sem kemur fram í skýrslunni :

  • Franska deildin var með minnstu tekjuaukninguna eða 2% og eru tekjur deildarinnar tæpur milljarður evra tímibilið 2007/08.   Á sama tíma hækkuðu laun franskra leikmanna mikið og er hlutfall launa af tekjum í frönsku deildinni 71% sem er það hæsta af stóru deildunum fimm.
  • Flestir áhorfendur sjá leiki í þýsku deildinni eða 42.600 að meðaltali á leik á tímabilinu 2008/09 en það er met frá því deildin var stofnuð 1963.
  • Hlutfall launa og tekna í þýsku deildinni er ekki nema 50% þrátt fyrir 17% aukningu launa á tímabilinu.
  • Tekjur spænsku deildarinnar jukust um 8% milli ára.   Tvö stærstu liðin í deildinni, Barcelona og Real Madrid standa á bakvið tæpan helming tekna allrar deildarinnar.
  • Samanlagður rekstrarhagnaður liðanna í ensku úrvalsdeildinni nam 234 milljónum evra á tímabilinu 2007-08 og er þar með sú deild sem skilar mestum hagnaði.   11 af þeim 20 liðum sem eru í ensku úrvalsdeildinni voru rekin með hagnaði.
  • Rekstrarafkoma frönsku og ítölsku deildarinnar var neikvæð á tímabilinu 2007/08.
  • Sjónvarpssamningar ensku liðanna tryggja þeim ákveðnar lágmarkstekjur.   Þannig fékk Derby County 37 milljónir evra vegna sjónvarpssamninga árið sem liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.
  • Tímabilið 2006/07 var Manchester United fyrsta enska liðið til að rjúfa 200 milljón punda múrinn í tekjum.   Tímabilið 2007/08 jukust þær um 21% og fóru í 257 milljónir punda.   Á sama tímabili rufu Arsenal og Chelsea einnig 200 milljón punda múrinn.

Meðal ensku úrvalsdeildarliðanna er mikil fylgni milli launa og árangurs liðanna.   Sömu sögu er þó ekki að segja af liðunum í deildinni fyrir neðan á Englandi en þar eru há laun engin trygging fyrir árangri.

Síðan uppfærð síðast