This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Fótboltaskýrsla Deloitte 2013


Vista viðhengi  

Real Madrid yfir 500 milljón evra múrinn

Real Madrid er er fyrsta liðið í sögunni til að rjúfa 500 milljón evra tekjumúrinn, sama hvort litið er til knattspyrnuliða eða liða í öðrum íþróttum.  Þetta kemur fram í árlegri samantekt Deloitte um fjármál 20 stærstu knattspyrnuliða heims.  Tekjur Madridar liðsins námu 512 milljónum evra keppnistímabilið 2011/12 og hefur Real Madrid því trónað á toppi Peningadeildar Deloitte samfellt í 8 ár líkt og Manchester United gerði áður Real Madrid hirti toppsætið.  Samanlagðar heildartekjur 20 tekjuhæstuliðanna námu 4,8 milljörðum evra (755 milljarðar króna) á síðasta keppnistímabili (2011/12) sem er 10% aukning frá fyrra tímabili og eru tekjur þessara 20 stærstu meira en fjórðungur af heildartekjum allra knattspyrnuliða í Evrópu.  Tekjur 20 stærstu liðanna hafa fjórfaldast frá árinu 1996.

Fimmta árið í röð eru það Real Madrid, Barcelona, Manchester United, Bayern Munchen, Chelsea og Arsenal sem verma 6 efstu sætin og undirstrikar það hversu gríðarlega öflugan stuðningsmannahóp þessi lið hafa og þar af leiðandi gott tekjustreymi, bæði heima fyrir og á alþjóða vettvangi.

Í ár er einn nýliði á topp 20 listanum, en það er Newcastle sem kemur inn á kostnað Valencia. Eins og áður eru ensku liðin áberandi á listanum en 7 ensk lið eru á topp 20 og litlu munar að Everton, Aston Villa, Fulham og Sunderland komist inn á listann.

Hástökkvari ársins er Manchester City sem stekkur úr 12. í  7. sæti listans, en sigur þeirra í Úrvalsdeildinni og þátttaka í Meistaradeildinni áttu sinn þátt í 51% tekjuaukningu liðsins sem er mesti tekjuvöxtur liðs í Peningadeild Deloitte.  Árangur liðsins á vellinum tryggir þeim stöðu meðal tekjuhæstu liða heims um fyrirsjáanlega framtíð og munu eflaust sækja fast að Chelsea og Arsenal sem ekki eru langt undan á listanum.  Chelsea náði 5. sætinu, aðallega með því að vinna Meistaradeildina, en liðið er fallið úr henni þetta árið og því gæti liðið fallið niður listann þegar hann verður birtur aftur að ári.

Tekjur Manchester United lækka milli ára vegna þess að liðið féll snemma út úr Meistaradeildinni, bikarkeppninni og missti naumlega af enska titlinum.  Aftur á móti heldur Manchester United áfram að ná góðum sigrum á markaðshliðinni og styrkja vörumerki sitt á alþjóðlegum vettvangi. Félagið hefur gert 7 ára auglýsingasamning við General Motors sem er sá stærsti sem sögur fara af og mun tvöfalda tekjur vegna auglýsinga á treyjum félagsins þegar hann tekur gildi tímabilið 2014/15.  Auk þess mun nýr sjónvarpssamningur liðanna í ensku úrvalsdeildinni tryggja hverju liði um 25-37 milljón evra viðbótartekjur þegar hann tekur gildi á næsta keppnistímabili. Það er því líklegt að enskum liðum muni fjölga í Peningadeild Deloitte á næstu árum.

Skýrsluna Deloitte Football Money League 2013 er hægt að nálgast í heild sinni á pdf formi hér að ofan, undir "Vista viðhengi"

Upplýsingar

Nafn:
Rögnvaldur Rögnvaldsson
Fyrirtæki:
Deloitte
Atvinna:
Markaðsstjóri
Sími:
+354 860 3020
Netfang
rognvaldur.rognvaldsson@deloitte.is