This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Alþjóðlegur dagur gagnaverndar


Vista viðhengi  

Glærur fundarins er hægt að nálgast hér að ofan á pdf formi, sjá "VISTA VIÐHENGI".

Dagur gagnaverndar er alþjóðlegur dagur um verndun gagna sem haldið er upp á 28. janúar ár hvert. Um er að ræða dag sem ætlaður er til að vekja almenning til umhugsunar um eigin gagnavernd og til þess að minna á hversu mikilvægt það er að stýra sinni rafrænu slóð. Tilgangur dagsins er að auka vitund, hvetja til fræðslu um gagnavernd og minna fólk á að verndun gagna er málefni sem varðar alla.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir eigin ábyrgð á því að vernda gögn.  Árvekni, vitund og góð öryggishegðun eru skilvirkustu leiðirnar til að sinna þessum málum.

Deloitte vill auka vitund almennings á mikilvægi þess að tryggja aukna vernd gagna og mun þess vegna halda upp á Dag gagnaverndar í fyrsta sinn á Íslandi á mánudaginn 28. janúar nk.

Af því tilefni viljum við bjóða þér til hádegisverðarfundar þar sem fjallað verður um gagnavernd og öryggi í samfélagsmiðlum og gefnar ráðleggingar um hvernig auka megi öryggi gagna þinna.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Hvað ber að varast við notkun samfélagsmiðla – Security and Privacy Risks on Social Media
Dr. Rey LeClerc Sveinsson - Deloitte

Gögn tekin með valdi - Hvernig á að takast á við gagnaverndaráhyggjur
Jón Kristinn Ragnarsson - Deloitte

Fundurinn fer fram mánudaginn 28. janúar á 20. hæð í Deloitte Turninum við Smáratorg 3 í Kópavogi, kl. 12-14.  Léttar veitingar verða í boði á meðan á fundi stendur.

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig með því að senda póst á thyri.hall@deloitte.is

Meðfylgjandi (sjá að ofan; "vista viðhengi") eru tvö veggspjöld sem eru til þess gerð að stuðla að gagnavernd.  Það má benda á þann möguleika að festa spjöldin upp við prentaðstöðu eða í kaffistofum. Ef áhugi er á frekara efni eða ef einhverjar spurningar vakna varðandi þá þjónustu sem Deloitte býður vegna gagnaverndar, hafðu samband við ERS@deloitte.is

Hlökkum til að sjá þig – þú tapar ekki á því að koma og fá fræðslu um þetta mikilvæga mál.

Upplýsingar

Nafn:
Rögnvaldur Rögnvaldsson
Fyrirtæki:
Deloitte
Atvinna:
Markaðsstjóri
Sími:
+354 860 3020
Netfang
rognvaldur.rognvaldsson@deloitte.is