This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Deloitte og Symantec í samstarf

Deloitte ehf. og Symantec hafa skrifað undir samstarfssamning þar sem Deloitte verður umboðsaðili fyrir Symantec Data Loss Prevention á Íslandi.  Með tilkomu samstarfsins getur Deloitte boðið viðskiptavinum sínum upp á áhættugreiningu varðandi gagnaleka með notkun hugbúnaðarins ásamt því að selja hugbúnaðinn á Íslandi.

Kerfið er hannað til að greina og vernda fyrirtæki eða stofnanir gegn mögulegu gagnatapi eða gagnaleka.  Kerfið vaktar, greinir eða lokar fyrir að viðkvæm gögn sem verið er að; nota, flytja eða geyma fari á „flakk“.

Öll félög eru með viðkvæm  gögn sem t.d. viðskiptavinir, persónuvernd, eigendur og stjórn ætlast til að séu vel geymd og varin gegn því að þau komist í hendur óviðkomandi aðila.  Gagnaleki  getur orðið til vegna mistaka eða þjófnaðar.  Þetta geta verið viðkvæmar upplýsingar um sjúklinga hjá sjúkrastofnunum, fjárhagsupplýsingar fyrirtækja og einstaklinga, kreditkortaupplýsingar eða mikilvægar iðnaðarupplýsingar.  Þrátt fyrir að mikið sé að gert til þess að koma í veg fyrir gagnaleka á hann sér oft stað og því mikilvægt fyrir félög að gera sér grein fyrir hvar viðkvæm gögn er að finna hjá þeim, hvernig þeim er stjórnað og hvernig hægt er að koma í veg fyrir að þeim sé lekið.

„Deloitte er leiðandi í þjónustu á sviði upplýsingaöryggis og í samstarfi við Symantec mun Deloitte auka við þjónustuframboð sitt.  Sérfræðingar Deloitte hafa breiða þekkingu og reynslu á þeim fjölmörgu verkefnum sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar kemur að upplýsingaöryggi.   Með þessu samstarfi getum við hjá Deloitte boðið viðskiptavinum okkar upp á bestu mögulegu þjónustu á einum stað“, segir Dr. Rey LeClerc Sveinsson, yfirmaður gagnaverndar og upplýsingaöryggis hjá Deloitte ehf.  

Nánari upplýsingar um Deloitte ehf. má finna á heimasíðu félagsins www.deloitte.is.

Upplýsingar um Data Loss Prevention má finna á heimasíðu Symantec www.symantec.com/en/uk/data-loss-prevention.

Upplýsingar

Nafn:
Lárus Finnbogason
Fyrirtæki:
Deloitte ehf.
Atvinna:
Sviðsstjóri endurskoðunarsviðs
Sími:
Netfang
larus.finnbogason@deloitte.is