This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar

International Financial Reporting Standards (IFRS) eru alþjóðlegir reikningsskilastaðlar.  Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar skipa sífellt stærri þátt í íslensku fyrirtækjaumhverfi. Öll félög með skráð hlutabréf/skuldabréf í kauphöll í dag þurfa að færa reikningsskil sín að fullu í samræmi við fyrirmæli IFRS.  Ýmis óskráð félög hafa óskað eftir heimild til beitingar IFRS á síðustu misserum. Ýmsir kostir geta fylgt því að taka upp IFRS og eftirfarandi eru dæmi um þá: 

 • Íslensk félög hafa í auknum mæli verið að fjárfesta í erlendum dótturfélögum sem beita hinum ýmsu reikningskilareglum. Við innleiðingu IFRS er farið yfir reikningskil félaga innan samstæðunnar og dregnar fram IFRS tölur fyrir hvert og eitt félag. Með því er lagður grunnur að samræmingu á reikningsskila-reglum innan samstæðu.
 • Auðveldar samskipti við lánastofnanir, sér í lagi erlendar sem ekki þekkja íslenskar reikningsskilareglur.
 • Erlendir hluthafar og stjórnendur hafa komið til liðs við íslensk félög á liðnum árum og slíkir aðilar þurfa að geta lesið og skilið þær reikningsskilareglur sem félög beita.
 • Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að bera sig saman við alþjóðleg fyrirtæki sem oft á tíðum hafa innleitt IFRS. Það stuðlar því að betri samanburðarhæfni þegar borin eru saman fyrirtæki sem beita sömu reglum við reikningsskil sín.

 

Hjá Endurskoðunar- og reikningsskilasviði Deloitte starfa sérfræðingar með áralanga reynslu á sviði IFRS og reikningsskila.  Deloitte á heimsvísu hefur á að skipa öflugu neti sérfræðinga á sviði IFRS sem okkar sérfræðingar eru í góðum tengslum við. Slík tengsl eru okkur mjög mikilvæg og tryggja að sérfræðingar okkar séu ávallt vel að sér í þeirri þróun sem á sér stað á IFRS regluverkinu. Þar að auki tryggja tengsl okkar góðan aðgang að helstu sérfræðingum Deloitte og þar með aðgang að þekkingu og aðferðafræði sem stenst fullan samanburð við það sem best gerist á þessu sviði í heiminum.  Sérfræðingar okkar veita fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð við: 

 • Innleiðingu IFRS (e. IFRS Implementation)
 • Kaupverðsútdeilingar (e. Purchase Price Allocation)
 • Virðisrýrnunarpróf (e. Impairment Testing)

 

Einnig veita sérfræðingar okkar alla almenna ráðgjöf á sviði IFRS. Dæmi um algeng atriði sem viðskiptavinir okkar leita eftir aðstoð við eru: 

 • Fjármálagerningar, mat og meðferð
 • Áhættuvarnir í reikningsskilum, mat og meðferð
 • Meðhöndlun á kaupréttarsamninga til starfsmanna
 • Kennsla og kynningar á tilteknum stöðlum og efnisatriðum
 • Heilsutékk á reikningsskilum
 • Álit á ýmsum reikningsskilaspurningum
 • Uppsetning á reikningsskilahandbókum