This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Deloitte og viðskiptadeild HR gera samstarfssamning

Deloitte og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um vöxt og viðgang kennslu og rannsókna á sviði reikningshalds og endurskoðunar við HR. Markmið samningsins er að efla faglega þekkingu í reikningshaldi og endurskoðun á Íslandi.


Í samstarfssamningnum felst m.a. að Deloitte styrkir kennslu og rannsóknir á sviði reikningshalds og endurskoðunar í viðskiptadeild HR, bæði með beinni aðkomu að kennslu og rannsóknum, en jafnframt með fjárstuðningi. Deloitte og viðskiptadeild HR munu að auki halda sameiginlegar ráðstefnur og málstofur á sviði reikningshalds og endurskoðunar.  


Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík; „Við fögnum þessum áfanga mjög. Samstarfið við Deloitte mun efla kennslu og rannsóknir í reikningshaldi og endurskoðun á Íslandi, auk þess að tengja nám í þeim fræðum við HR enn frekar við atvinnulífið.”


Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte á Íslandi; „Samningurinn er afar ánægjulegur og kemur til með að treysta kennslu og rannsóknir á sviði reikningshalds og endurskoðunar.  Það er styrkur og  öryggi að vera í samstarfi við HR og vonandi verður það gagnkvæmt, því  öll tenging háskóla og fyrirtækja gerir  nám hagnýtara.