This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Fasteignaráðgjöf Deloitte

Fasteignaráðgjöf Deloitte byggir á fjölbreyttum þjónustuþáttum og veitir viðskiptavinum sínum ráðgjöf og sérfræðiaðstoð við kaup og sölu fasteigna, samningagerð og viðræður, verðmat, fjármögnun og endurskipulagningu með bætta nýtingu fjármuna og arðsemi að leiðarljósi.

Fasteignaráðgjöf Deloitte er hluti af alþjóðlegu samstarfi sérfræðinga Deloitte í fasteignamálum og er hluti af alþjóðlegu fasteignateymi.  Tenging við alþjóðanet Deloitte veitir aðgang að verðmætum upplýsingum sem hjálpa okkur að finna bestu lausnina fyrir viðskiptavini okkar hverju sinni.

Driver Jones, eitt virtasta og elsta fasteignaráðgjafafyrirtæki Bretlands, sameinaðist Deloitte á árinu 2010 og styrkti Deloitte stöðu sína á þessum markaði töluvert.  Með yfir 4.000 fasteignasérfræðinga getur Deloitte veitt framúrskarandi þjónustu á sviði fasteignaráðgjafar.

Okkar markmið er einfalt; að veita alhliða fasteignaráðgjöf sem uppfyllir þarfir viðskiptavina okkar.

Þjónustulínur Fasteignaráðgjafar Deloitte:

  • Verðmat - Óháð verðmat þar sem fasteignir eru metnar út frá sjóðstreymis-, endurstofns- og markaðsaðferð.  Algengt að feliri en ein aðferð sé notuð í þeim tilgangi að leggja mat á niðurstöðurnar og mismunandi valkosti.
  • Stjórnun húsnæðiskostnaðar - Aðstoð við lækkun fasteignakostnaðar og hámörkun á framlegð og nýtingu rýmis.  Ráðgjöf fyrir hönd leigutaka eða leigusala varðandi leigusamninga og úrvinnslu þeirra.
  • Kaup og sala - Heildstæð aðstoð og ráðgjöf sem ætlað er að tryggja hámarksárangur við sölu- eða kaupferli fasteigna.  Fjárhagsleg greining fasteignaverkefna auk undirbúnings á kynningarefni til aðstoðar við ákvörðunartöku.
  • Áreiðanleikakannanir - Greining á fasteignum og fasteignafélögum sem meðal annars lýtur að rekstrar-, fjárhags- og skattalegum málefnum auk lögfræðilegra álitaefna. Greiningunni er ætlað að samræma vitneskju og upplýsingar kaupanda og seljanda.
  • Fjármögnun - Fjárhagsleg greining og mat á fjárþörf og arðsemi fjárfestingaverkefna. Mat á hagkvæmustu fjármagnsskipan og samsetningu skulda og eigin fjár. Aðstoð við samningagerð og öflun lausafjár.
  • Endurskipulagning og fasteignaþróun - Greiningarvinna sem metur á þörf fjárhags- og rekstrarlegri endurskipulagningu þar sem arðsemi rekstrar er ekki viðunandi eða skuldsetning mikil. Aðstoð við að koma eign í notkun og skapa tekjur af tómri eign eða vannýttu landi.
  • Stofnun og rekstur fasteignasjóða - Ráðgjöf varðandi alla þætti við stofnun og rekstur fasteignasjóða. Skipulagning rekstrarfélaga ásamt gerð rekstraráætlana, útboðslýsinga og lögformlegra skjala.
  • Skatta- og lögfræðiráðgjöf - Alhliða lögfræðileg og skattaleg ráðgjöf og umsjón með samskiptum við skattayfirvöld. Athugun á viðeigandi lögum og reglum hverju sinni. Aðstoð vegna hvers kyns ágreinings sem upp kann að koma við yfirvöld.
  • Endurskoðun, reikningsskil og bókhald - Aðstoð við færslu bókhalds, ráðgjöf á sviði reikningshalds og gerð ársreikninga og skattframtals.  Endurskoðun/könnun á árs- og árshlutauppgjörum.