This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Áreiðanleikakönnun í söluferli (vendor due diligence)


Vista viðhengi  

Þegar fyrirtæki eru sett í söluferli er mikilvægt að vandað sé til verks og ferlið undirbúið af kostgæfni. Ef kaupandi á að taka skynsamlega og upplýsta kaupákvörðun þá þarf hann að hafa greinargóðar upplýsingar og afla sér þekkingar á fyrirtækinu og umhverfi þess. Traust á milli kaupanda og seljanda er lykilatriði að baki skilvirku ferli og seljandi getur lagt sitt af mörkum í því efni. Markviss söfnun gagna og skipuleg framsetning hjálpar kaupanda til þess að leggja mat á fyrirtækið. Áreiðanleikakönnun er mjög mikilvæg til þess að draga fram á óháðan og hlutlausan hátt mikilvægustu þættina sem kaupandi þarf að hafa í huga áður en ákvörðun er tekin.

Eðli málsins samkvæmt hefur seljandi mun meiri vitneskju og upplýsingar um ástand fyrirtækisins sem um ræðir heldur en væntanlegur kaupandi. Í grundvallaratriðum er tilgangur áreiðanleikakönnunar að samræma vitneskju og upplýsingar kaupanda og seljanda á félaginu sem um ræðir svo báðir aðilar sitji við sama borð þegar kemur að samningaviðræðum.

Áreiðanleikakönnun í söluferli (e. vendor due diligence) skilar seljanda árangursríkara og skilvirkara söluferli. Í eðli sínu er slík áreiðanleikakönnun áþekk hefðbundinni áreiðanleikakönnun, en munurinn er sá að seljandinn fær óháðan aðila sem nýtur trausts á markaðnum til að framkvæma könnunina og á hún sér stað framar í söluferlinu. Lykilatriði er að sá aðili sem framkvæmir könnunina sé hlutlaus í umfjöllun sinni, njóti trausts og fjalli um alla þá þætti sem mikilvægir eru fyrir mat seljandans á gæðum fjárfestingarinnar. Ef vafi er í huga kaupandans um óhæði eða hæfni viðkomandi aðila þá er hætt við því að ekki skapist það traust á söluferlinu og fyrirliggjandi upplýsingum sem könnuninni er ætlað að tryggja.

 Kostir áreiðanleikakönnunar fyrir söluferli eru einkum eftirfarandi:

  • Skilvirkara söluferli sem tekur skemmri tíma;
  • Seljandinn stýrir ferlinu að fullu;
  • Minni óvissa;
  • Hærra söluverð;
  • Minna áreiti á stjórnendur fyrirtækisins sem er til sölu;
  • Minni hætta á að viðkvæmar upplýsingar berist til samkeppnisaðila;
  • Lægri kostnaður;
  • Eingöngu ein áreiðanleikakönnun unnin og allir hæfir kaupendur hafa sama aðgang að henni.

Samandregið má segja að ferli áreiðanleikakönnunar miði að því að auka skilning kaupandans á félaginu og aðstoða hann við að leggja upplýst mat á gæði fjárfestingarinnar.

Deloitte hefur um árabil verið leiðandi í gerð áreiðanleikakannana á íslenskum markaði. Sérfræðingar okkar hafa breiðan reynslubakgrunn á þessu sviði og mikla þekkingu á íslensku efnahagslífi. Meðfylgjandi er bæklingur sem dregur fram hvað felst í áreiðanleikakönnun fyrir söluferli og hvernig hún getur leitt til hagkvæmara og skilvirkara söluferlis fyrir seljandann.

Upplýsingar

Nafn:
Ágúst Heimir Ólafsson
Fyrirtæki:
Deloitte ehf.
Atvinna:
Sviðsstjóri fjármálaráðgjafar
Sími:
Netfang
agust.olafsson@deloitte.is