Fara í aðalefni

Verðmat og líkön

Verðmat getur verið flókið og umdeilt

Áreiðanlegt og nákvæmt verðmat er kjarninn í viðskiptaákvörðnum. Það getur þó verið bæði flókið og vandasamt að meta sumar eignir á marktækan hátt, allt frá óáþreifanlegum eignum eins og vörumerki til kolefnisspors í aðfangakeðju. Deloitte hefur þróað nákvæm líkön til notkunar í slíkum tilvikum.

Verðmætasköpun er mikilvæg til að þitt fyrirtæki nái árangri

Verðmætasköpun er mikilvæg til að fyrirtækið nái árangri. Verðmat getur þó verið flókið verkefni. Það krefst ítarlegs skilnings á markaðnum, fyrirtækinu og keppinautum, ásamt upplýsingum um fjármál fyrirtækisins og fleiri þátta.

Aðferðafræði Deloitte er af hæsta gæðaflokki og höfum við víðtæka reynslu af verðmati og virðismati fyrir hluthafa í ólíkum fyrirtækjum og atvinnugreinum. Þannig tryggjum við gæði, samfeldni og góð samskipti fyrir þig og fyrirtækið þitt.

Við búum yfir þeirri færni og þekkingu sem nauðsynleg er til að veita hlutlæga og sjálfstæða ráðgjöf á verðmati fyrirtækja og þar með virði fyrir hluthafa.

Hjá Deloitte vinnum við eftir góðum starfsvenjum (e. best practices) við smíði fjárhagslíkana. Aðferðir okkar ná utan um ferli líkansmíðinnar ásamt því að innihalda almennar kröfur sem við vinnum eftir við þróun og smíði líkansins. Ferlið er aðlagað að hverju verkefni fyrir sig en kröfur okkar eru almennar og ná utan um öll fjárhagslíkön.

Með því að fylgja kröfum okkar getum við á hagkvæman hátt og með lágmarks áhættu smíðað áreiðanlegt fjárhagslíkan sem styður við og hjálpar til við að taka mikilvægar ákvarðanir.

Við smíði fjárhagslíkans aðstoðum við þig í gegnum allt ferlið, allt frá því að verkefnið er skilgreint og forgreiningar settar fram, í gegnum smíði fjárhagslíkansins og uppsetningu fjárhagsgreininga, þar til grundvöllur fyrir ákvarðanatöku hefur verið settur fram. Verkefninu lýkur með afhendingu fjárhagslíkansins, svo þú hafir möguleika á að nota líkanið við frekari ákvarðanatöku.