Við styðjum stjórnendur við að taka markvissar ákvarðanir, móta rekstur og nýta vaxtartækifæri með skýrri stefnumótun og árangursríkri áætlanagerð. Með djúpa innsýn í markaði, viðskiptavini og tækni vinnum við náið með stjórnendum að umbreytingum sem skila árangri.
Árangur byggist á réttri ákvarðanatöku. Við styðjum stjórnendur í að taka skilvirkar og markvissar ákvarðanir sem skila vexti í síbreytilegum heimi.
Teymið okkar nýtir djúpa þekkingu á atvinnugreinum og nýjustu aðferðir til að styðja stjórnendur við að taka mikilvægar ákvarðanir, skapa aukið virði og ná árangri í umbreytingum.
Við vinnum náið með forstjórum og stjórnendateymum að stefnumótandi umbreytingum sem opna fyrir virðiskapandi möguleika. Samstarfið felst í að nýta djúpa innsýn í rekstur, viðskiptavini, tækniþróun, og markaðsumhverfi til að leiða ákvarðanatöku.
Við stöndum með þér í að móta áhrifaríka stefnumörkun fyrirtækis og stofnana, eininga innan þeirra eða við mótun nýrra viðskiptatækifæra. Sem viðurkenndur leiðtogi í stefnumótun og viðskiptaþróun hjálpum við þér að skerpa á sýn og áherslum til framtíðar, grípa ný vaxtartækifæri með því að þróa og setja á markað nýjar lausnir. Hvort sem þú ert að hefja nýtt verkefni eða umbreyta rótgrónu fyrirtæki, geturðu treyst okkur til að styðja ykkur við að móta framtíðina.
Áætlanagerð
Regluleg áætlanagerð er ferli sem krefst fókus á skipulagningu, skilvirka framkvæmd og eftirfylgni. Til þess að fá mynd af rekstrarstöðu fyrirtækis sem og fjármagns- og lausafjárstöðu tekur ferlið oft mikla vinnu og tíma starfsfólks.
Eftir að áætlanagerð er lokið eru nokkrir þættir sem þarf að hafa í huga:
Á að haga vinnuferlinu á annan hátt en gert hefur verið?
Er áætlunarlíkanið of flókið?
Er nægjanlega mikil fylgni á milli líkansins og raunverulegrar útkomu?
Við getum meðal annars aðstoðað með:
Gerð handbókar um áætlanagerð
Gerð verkefnaáætlunar
Ráðgjöf við val á verkfærum, meðal annars þarfagreiningar
Líkanagerð, þ.á.m. sviðsmyndagreining
Samantekt og uppsetning forsenda
Stýringu, greiningu og yfirferð á líkönum
Val og/eða gerð verkfæra við eftirfylgni
Hagræðingu í ferli áætlanagerðar
Þjálfun starfsmanna í áætlanagerð
Eftirfylgni áætlana
Obbosíí, þetta virkar ekki!
Til þess að sjá þetta efni verður þú að breyta vefkökustillingum og samþykkja valkvæðar vefkökur.