Viðburður Deloitte og Samtaka atvinnulífsins, Taktu stjórn til að efla öryggi: Hagnýtar umræður um breytt landslag netöryggis, er haldinn þriðjudaginn 28. október kl. 8:30-10 í Kaldalóni, Hörpu. Léttur morgunverður frá kl. 8:00.
Öflugar netöryggisvarnir og viðnámsþróttur eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr m.a. vegna aukinnar áhættu í síbreytingu og stafrænu umhverfi fyrirtækja og stofnana. Morgunverðarfundurinn er sérstaklega sniðinn að stjórnendum og öðrum aðilum sem bera ábyrgð á net- og upplýsingaöryggi í sínum störfum og er ætlað veita innsýn í þróun nýrra ógna, raunverulegra atvika og netöryggisráðstafana.
Á viðburðinum verða settar fram hagnýtar aðferðir og praktíst ráð um hvernig best megi sjá fyrir, bregðast við og draga úr áhættu af netöryggisógnum og læra af áskorunum og raunverulegum atvikum hvernig megi styrkja viðnámsþrótt og rekstraröryggi í áhættusömu umhverfi.
Enginn aðgangseyrir en nauðsynlegt er að skrá sig hér að ofan.