Fara í aðalefni

Elías Þór og Steina Dröfn ný í eigendahóp Deloitte

Eigendur eru nú 32 talsins

Þann 1. júní síðastliðinn voru tveir nýir eigendur teknir inn í eigendahóp Deloitte, sem nú samanstendur af 32 eigendum á öllum fagsviðum.

Elías Þór Sigfússon

Elías Þór hefur starfað hjá Deloitte frá árinu 2014 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2019. Hann hefur viðamikla reynslu af endurskoðun, reikningshaldi og ráðgjöf fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, þ.m.t banka, tryggingafélög, sjóðstýringafélög og fasteignafélög.

Elías er hluti af sérfræðihópi Deloitte sem sérhæfir sig í þjónustu við fjármálafyrirtæki auk þess hafa verið stundakennari við Háskólann í Reykjavík.


Steina Dröfn Snorradóttir

Steina Dröfn hóf störf hjá Deloitte árið 2010 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2018. Hún hefur víðtæka reynslu af endurskoðun, reikningsskilum og skattaútreikningum fyrir stór, meðalstór og lítil fyrirtæki í hinum ýmsu atvinnugreinum.

Síðustu ár hefur Steina Dröfn sérhæft sig í staðfestingu ófjárhagslegra upplýsinga og veitt viðskiptavinum Deloitte ýmsa sérfræðiaðstoð því tengdu, svo sem vegna nýrra sjálfbærnireglugerða Evrópusambandsins. Þá hefur hún einnig tekið þátt í innanhúss gæðaeftirliti hjá Deloitte síðastliðin ár, sem og gæðaeftirliti Endurskoðendaráðs.

„Ég er mjög ánægður að fá Elías og Steinu í hóp eigenda Deloitte. Þau búa yfir viðamikilli reynslu og góðum tengslum við viðskiptalíf og samstarfsfólk sem mun efla starfsemi Deloitte enn frekar. Við bjóðum þau innilega velkomin í hópinn,“ segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi.