Fara í aðalefni

Deloitte hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA 2025

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar fór fram þann 9. október

Við erum afar ánægð að hafa hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA 2025 en viðurkenningar voru veittar 128 fyrirtækjum og stofnunum við hátíðlega athöfn þann 9. október síðastliðinn.

Jafnvægisvog FKA er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi með Deloitte, Creditinfo, dómsmálará ðuneyti, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá. Verkefnið hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi í því augnamiði að hlutföllin verði a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórn/efsta lagi stjórnunar.