Fara í aðalefni

Jafnréttisstefna Deloitte

Jafnréttisstefnu Deloitte er ætlað að tryggja jafnrétti kynjanna

 

Jafnréttisstefna Deloitte kveður á um að hver hver starfsmaður skuli metinn að eigin verðleikum og njóta sömu tækifæra í öllum þáttum starfseminnar og þar sem hugsanlegrar mismununar gæti gætt vegna þátta sem alla jafna geta aðgreint fólk. Þættir sem horft er til í þessu samhengi eru t.d. öll kyn, hlutlaus kyn, aldur, fötlun, uppruni, kynhneigð, kynvitund,trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir. 

Launajafnrétti

Greidd eru jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt og sambærileg störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar.

Framgangur í starfi

Deloitte leitast við að gæta jafnréttis við ráðningar í störf og tilfærslur í starfi. Öllu starfsfólki er jafnframt tryggður jafn aðgangur, í samræmi við kröfur starfa, að menntun og þjálfun.

Samþætting vinnu og einkalífs

Starfsfólki er gert kleift að samþætta vinnu og einkalíf, m.a. með sveigjanlegu starfshlutfalli, tækifærum til fjarvinnu o.fl. Foreldrar, óháð kyni eða kynvitund, eru hvattir til að sinna foreldrahlutverkinu vel, með töku fæðingarorlofs og fjarveru vegna veikinda barna.

Einelti og áreitni

Komið er fram við alla af virðingu og kurteisi og einelti og áreitni er ekki liðin. Deloitte leitast við að skapa öllu starfsfólki starfsumhverfi sem laust er við einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og kynbundið ofbeldi.

Mannauðsstjóri vinnur að því að jafnréttisstefnu sé framfylgt og leggur mat á hvort markmiðum hennar sé náð. Ábyrgð á framgangi jafnréttismála er hjá forstjóra, mannauðsstjóra og sviðsstjórum.

Jafnréttisstefna er kynnt fyrir öllu starfsfólki Deloitte og er aðgengileg á innri og ytri vef félagsins. Aðgerðaáætlun með jafnréttisstefnu er einnig kynnt og aðgengileg öllu starfsfólki.

Jafnréttisstefna þessi og meðfylgjandi aðgerðaáætlun nær til allrar starfsemi Deloitte á Íslandi og fer endurskoðun hennar fram að lágmarki á þriggja ára fresti.