This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

U.S. SEC slakar á kröfum sínum varðandi samræmingu reikningsskila við U.S. GAAP.

world

Þann 15. nóvember síðastliðinn var samþykkt tillaga innan bandaríska fjármálaeftirlitsins (U.S. SEC) þess efnis að erlend skráð hlutafélög þyrftu ekki lengur að aðlaga ársreikninga sína að bandarískum reikningskilastöðlum (U.S. GAAP), að því gefnu að reikningsskil þeirra séu gerð í samræmi við alþjóðlega reikningasskilastaðla (IFRS) útgefna af alþjóðlega reikningsskilaráðinu (IASB).

Regluverkið tekur strax gildi og mega félögin sem undir það falla nýta sér þessa undanþágu fyrir reikningsár sem tekur enda eftir 15. nóvember 2007.

Undantekning frá þessu nýsetta regluverki er sú að þau skráðu erlendu félög sem notast við útfærslu Evrópusambandsins af IAS 39 -  Fjármálagerningar: færsla og mat, munu hafa leyfi til að útbúa reikningsskil sín miðað við þá útfærslu í 2 ár ef þau samræma reikningsskilin við útgáfu IASB af alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum. Eftir þessi 2 ár þurfa þessir aðilar annað hvort að útbúa reikningsskilin í samræmi við útgáfu IASB af IFRS eða aðlaga þau að U.S. GAAP að nýju. 

Í framhaldi af þessum breytingum mun bandaríska fjármálaeftirlitið halda umræðufundi til þess að kanna hvort það sé grundvöllur fyrir því að innlend félög fái að útbúa reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlegu reikningsskilastaðlana (IFRS). 

Jafnframt var samþykkt tillaga þess efnis að gera reikningsskil smærri opinberra félaga auðveldari. 

Nánari upplýsingar um þetta málefni er hægt að nálgast hér

 

Síðan uppfærð síðast