This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

IFRS 5 – Fastafjármunir til sölu og aflagðar eignir


Vista viðhengi  

IFRS

IFRS 5 mælir fyrir um hvernig standa eigi að reikningsskilum vegna fastafjármuna sem haldið er til sölu og hvaða kröfur eru gerðar vegna framsetningar og upplýsinga um aflagða starfsemi.

Staðallinn var gefin út af Alþjóðlega reikningsskilaráðinu (IASB) í mars 2004. Við fyrstu kynningu á staðlinum var ávallt talað um staðal sem væri mun einfaldari en aðrir staðlar sem gefnir voru út á sama tíma. Annað hefur komið á daginn og hafa semjendur staðalsins og notendur ársreikninga uppgötvað það að staðalinn innihaldi fleiri áskoranir en búist var við. Fjöldi praktískra mála hafa komið upp við beitingu IFRS 5 -  fyrst og fremst vegna þess að leiðbeiningarnar með staðlinum eru ekki alltaf nægjanlega skýrar m.a. varðandi það hvernig farið skuli með ákveðin viðskipti og hvernig kröfurnar í staðlinum virka gagnvart kröfum í öðrum stöðlum.

Hjá Deloitte hefur safnast saman mikil reynsla við vinnslu þessara praktísku mála. Þessari þekkingu hefur verið safnað saman í eina handbók. Handbókin inniheldur nákvæma úttekt á staðlinum ásamt viðbótarleiðbeiningum og dæmum sem byggð eru á reynslu starfsmanna Deloitte.

Einnig hafa nýjustu umfjallanir um þennan staðal verið teknar saman þar með talið mál eins og hluta sala dótturfélaga og áhrif krafna um upplýsingagjöf í öðrum stöðlum, mál sem deilt hefur verið um innan Alþjóða reikningsskilaráðsins. Í viðaukum handbókarinnar er að finna grófan samanburð á kröfum staðalsins gagnvart US GAAP.

Það er okkar von að þessi handbók gagnist sem greinagott upplýsingarit og innihaldi svör við öllum þeim spurningum sem upp kunna að koma við beitingu staðalsins.

Handbókina er hægt að nálgast hér að neðan á pdf formi.

Síðan uppfærð síðast