This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Deloitte og Stiki í samstarf

Deloitte ehf. og Stiki ehf. hafa ritað undir samstarfssamning sem felur í sér að Deloitte mun verða umboðsaðili fyrir Risk Management Studio (RM Studio), áhættustjórnunarhugbúnað Stika á Íslandi og á heimsvísu með samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte.  

„Deloitte er einn fremsti þjónustuaðili á sviði upplýsingaöryggis- og gæðamála í heiminum og með samstarfinu við Stika um RM Studio er Deloitte að auka enn frekar þjónustuframboð sitt á því sviði, bæði á Íslandi sem og erlendis.  Það hefur orðið mikil vakning hjá íslenskum fyrirtækjum varðandi mikilvægi þess að hafa upplýsingaöryggis- og gæðamál í lagi og með þessu samstarfi getum við hjá Deloitte boðið viðskiptavinum okkar upp á bestu mögulegu þjónustu á einum stað,“ segir Dr. Rey LeClerc Sveinsson, yfirmaður gagnaverndar og upplýsingaöryggis hjá Deloitte ehf.

“Það er mikill styrkur fyrir Stika að fá svo öflugan aðila til samstarfs. Deloitte er með yfirgripsmikla þekkingu á sínu sviði og starfsemi um allan heim. Samstarfið gerir okkur kleift að ná til nýrra markaða sem og að efla RM Studio á sama tíma,” segir Erlendur Steinn Guðnason framkvæmdastjóri Stika.

RM Studio byggir á íslensku hugviti og hefur verið þróað hjá Stika síðan 2004.  Í dag eru 65 fyrirtæki í 17 löndum að nýta hugbúnaðinn til áhættu- og gæðastjórnunar. Frekari upplýsingar um hugbúnaðinn má finna á www.riskmanagementstudio.com.

Deloitte er alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki og leiðandi á sínu sviði.  Hjá Deloitte á Íslandi starfa nú um 200 manns víðsvegar um landið.  Undir merkjum „Deloitte“ sameinast kraftar þúsunda sérfræðinga sem starfa hjá sjálfstæðum félögum um allan heim við að veita viðskiptavinum þjónustu á sviði endurskoðunar, ráðgjafar, fjármála, áhættustjórnunar og skattamála.   Deloitte veitir bæði opinberum aðilum og einkafyrirtækjum í fjölmörgum atvinnugreinum endurskoðunar-, skatta-, ráðgjafar- og fjármálaþjónustu. Alþjóðlegt sérfræðinet Deloitte tengir saman sérfræðinga í 150 löndum þannig að saman fari ítarleg staðbundin þekking og alþjóðleg hæfni, viðskiptavinum til hagsbóta. Hjá Deloitte starfa um 200.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu.  Upplýsingar um Deloitte ehf. má finna á heimasíðu félagsins www.deloitte.is.

Stiki ehf. var stofnað árið 1992 og er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun og ráðgjöf með áherslu á gagnaöryggi og öryggi upplýsingakerfa.  Allur rekstur Stika hefur verið vottaður skv. ISO 27001 og ISO 9001 síðan 2002. Frekari upplýsingar um Stika ehf. er að finna á vef fyrirtækisins www.stiki.eu.

 

Hér að neðan má sjá Lárus Finnbogason sviðsstjóra endurskoðunarsviðs Deloitte, Dr. Rey LeClerc Sveinsson yfirmann gagnaverndar og upplýsingaöryggis hjá Deloitte og Erlend Stein Guðnason framkvæmdastjóra Stika handsala samstarfssamninginn.

Upplýsingar

Nafn:
Lárus Finnbogason
Fyrirtæki:
Deloitte ehf.
Atvinna:
Sviðsstjóri endurskoðunarsviðs
Sími:
Netfang
larus.finnbogason@deloitte.is