This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Ábyrgð stjórnenda á upplýsingaöryggi

Góð mæting var á ráðstefnu um "Ábyrgð stjórnenda á upplýsingaöryggi" sem haldin var í Hörpunni fimmtudaginn 13.október s.l.

Viðkvæmustu upplýsingar fyrirtækja eru geymdar í upplýsingakerfum þess. Innbrot í fjárhagskerfi eða tölvupóst forstjóra geta valdið ómældu tjóni. Landamæri skipta engu máli þegar netógnir eru annars vegar. Sérfræðingar Capacent og Deloitte í upplýsingaöryggi fjölluðu um netógnir, tölvuglæpi og veikleika upplýsingakerfa og hvaða afleiðingar slíkt getur haft fyrir fyrirtæki, rekstarhæfi þeirra, ímynd og orðspor, fjárhagslega afkomu og til hvað aðgerða hægt er að grípa til að draga úr neikvæðum áhrifum slíkra atvika á hag fyrirtækja. Meðal annars var fjallað um innbrot í símstöðvar, fjársvik með aðstoð upplýsingakerfa og hvernig hægt er að nálgast trúnaðarupplýsingar í tölvupósti stjórnenda.

Dagskráin var eftirfarandi:
Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, setti ráðstefnuna
Hættan er raunveruleg: Hversu berskjölduð eru íslensk fyrirtæki gagnvart netógnum? Theodór R. Gíslason, ráðgjafi í upplýsingaöryggi hjá Capacent.
Fjárhagslegt tjón, löskuð ímynd: Afleiðingar tækniógna fyrir rekstur fyrirtækja. Tryggvi R. Jónsson, ráðgjafi í upplýsingaöryggi hjá Deloitte
Er hægt að verjast? Hvernig draga má úr áhættum af netógnum. Ólafur R. Rafnsson, ráðgjafi í upplýsingaöryggi hjá Capacent
Þetta getur komið fyrir þig. Reynslusögur íslenskra stjórnenda sem hafa orðið fyrir netárásum. CCP, Promennt
Ráðstefnulok og samantekt, Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi.


Fjárhagslegt tjón, löskuð ímynd
Hvaða afleiðingar geta tölvuárás og innbrot í upplýsingakerfi haft í för með sér fyrir fyrirtæki? Tryggvi fjallaði um rekstrar- og fjárhagslegar afleiðingar slíkra ógna.  Tryggvi fór einnig yfir hvernig mismunandi ógnir geta haft áhrif á rekstrarhæfi, beint fjárhagslegt tjón og óbeint t.d. vegna laskaðs orðspors og ímyndar.  Tryggvi R. Jónsson, CISA er liðsstjóri Áhættuþjónustu Deloitte. Tryggvi hefur starfað við upplýsingaöryggi í meira en 10 ár og er ISO 27001 Lead Auditor frá BSI. Hann hefur unnið ýmis verkefni fyrir viðskiptavini Deloitte á sviði úttekta á upplýsingaöryggi, innri og ytri endurskoðun og sviði ráðgjafar í upplýsingaöryggi og persónuvernd.

 

Upplýsingar

Nafn:
Rögnvaldur Rögnvaldsson
Fyrirtæki:
Deloitte
Atvinna:
Markaðsstjóri
Sími:
+354 860 3020
Netfang
rognvaldur.rognvaldsson@deloitte.is