This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Námskeið í reikningsskilum

Deloitte býður upp á fjölbreytt námskeið í reikningsskilum og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Námskeiðin eru ætluð fjármálastjórum, stjórnarmönnum, nefndarmönnum í endurskoðunarnefndum, starfsfólki í reikningsskilum, o.fl.

Námskeiðin verða haldin á tímabilinu 22. nóvember til 13. desember hjá Deloitte í Turninum við Smáratorg 3,  í Kópavogi. Kennarar eru sérfræðingar Deloitte á Íslandi í reikningsskilum. 

Námskeiðin veita löggiltum endurskoðendum endurmenntunareiningar í reikningsskilum.  Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Katrín Hauksdóttir í síma 580-3000 eða í
tölvupósti á netfanginu katrin.hauksdottir@deloitte.is

Sjá hér að neðan nánari upplýsingar um námskeiðin:

Dags. Regluv. Lýsing Tími Verð
 22. nóvember

 IAS 24  

Upplýsingar um tengda aðila

Skráning á námskeið

Á námskeiðinu verður farið yfir skilgreiningu á tengdum aðilum samkvæmt IAS 24, hvaða upplýsinga er krafist í skýringum og hvaða undanþágur eru til staðar í staðlinum vegna félaga sem tengd eru hinu opinbera.
Skráning á námskeið
 kl. 9.00-11.00  kr. 12.000
 23. nóvember

 IAS 1  

Framsetning  
reikningsskila

Skráning á námskeið

Fjallað verður um ýmis atriði varðandi flokkun og framsetningu í rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu, efnahagsreikningi og eiginfjáryfirliti sem og helstu kröfur um upplýsingar í skýringum.
Skráning á námskeið
 kl. 9.00-11.00  kr. 12.000
 30. nóvember

 IFRS 10 og 12

Samstæðureikningsskil og skýringar um  
hagsmuni í öðrum 
félögum

Skráning á námskeið

Þessir nýju staðlar innihalda reglur sem gilda um skráningu fjárfestinga í dótturfélögum, hlutdeildarfélögum, samrekstrarfélögum og samrekstri í ársreikningum og samstæðureikningum og um tengda upplýsingagjöf í skýringum. Staðallinn IFRS 10 leysir af hólmi IAS 27 um gerð samstæðureikninga og inniheldur m.a. reglur um mat á því hvenær félag er talið fara með yfirráð yfir öðru félagi. Reglur IFRS 10 eru mun ítarlegri en reglur IAS 27 og því verður farið yfir möguleg áhrif á samstæðureikningsskil félaga. IFRS 12 fjallar um skýringarkröfur vegna hagsmuna í öðrum félögum og gerir sá staðall mun ítarlegri kröfur um upplýsingagjöf í skýringum, til dæmis vegna minnihluta í dótturfélögum og vegna aðkomu að sérsniðum félögum (e. structured entities).
Skráning á námskeið
 kl. 9.00-11.00  kr. 12.000
 3. desember

 IFRS  

Nýlegar breytingar

Skráning á námskeið

Komið inn á helstu breytingar sem gerðar hafa verið á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og hafa áhrif á reikningsskil félaga fyrir árið 2012 og síðar.
Farið verður í gegnum nýja staðla sem samþykktir voru á árinu og taka gildi 1.1.2013 samkvæmt IASB en Evrópusambandið hefur verið að skoða frestun á þeim gildistökudegi fram til 1.1.2014.
Einnig er farið í gegnum hvaða breytingar eru framundan með tilvísun í núverandi dagskrá IASB sem dæmi má nefna umfjöllum og breytingar á tekjuskráningu, meðferð leigusamninga, meðferð fjármálagerninga o.s.frv.
Skráning á námskeið
 kl. 9.00-11.00  kr. 12.000
 4. desember

 IAS 12  

Tekjuskattur og kröfur 
íslenskra 
ársreikningalaga

Skráning á námskeið

Almenn yfirferð yfir útreikning á tekjuskattsskuldbindingu og helstu liði sem þarf að taka tillit til með hliðsjón af núverandi skattaumhverfi. Farið í gegnum kröfum íslenskra ársreikningslaga og IAS 12 alþjóðlegan staðal um tekjuskatt.
Skráning á námskeið
 kl. 9.00-11.00  kr. 12.000
 13. desember

 IAS 7  

Sjóðstreymi og kröfur 
íslenskra 
ársreikningalaga

Skráning á námskeið

Almenn yfirferð yfir kröfur íslenskra ársreikningalaga um gerð sjóðstreymis sem og alþjóðlegs staðals IAS 7 um sjóðstreymi. Einnig verður komið inn á vinnulag við gerð sjóðstreymis.
Skráning á námskeið
 kl. 9.00-11.00  kr. 12.000

* Ef heildarfjöldi fer undir 10 þátttakendur, áskilur Deloitte sér rétt til að fella niður viðkomandi námskeið.

Upplýsingar

Nafn:
Þorsteinn Guðjónsson
Fyrirtæki:
Deloitte ehf.
Atvinna:
Yfirmaður reikningsskila
Sími:
Netfang
thorsteinn.gudjonsson@deloitte.is