This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Innri endurskoðun

Deloitte hefur hvað lengsta reynslu sérfræðifyrirtækja hér á landi í þjónustu á sviði innri endurskoðunar fyrirtækja og stofnana, allt frá ráðgjöf til útvistunar innri endurskoðunar (e. outsourcing) og hlutvistunar (e.co-sourcing). Innri endurskoðunarþjónusta Deloitte er rekin í sérstakri deild, áhættuþjónustu, þar sem þekking á innri endurskoðun hefur verið byggð upp allt frá árinu 2001. 

Áhættuþjónusta Deloitte annast innri endurskoðun fyrirtækja og stofnana ásamt endurskoðun og ráðgjöf í tengslum við öryggisþætti upplýsingakerfa. Starfsmenn eru endurskoðendur, innri endurskoðendur (CIA), viðskiptafræðingar og tölvusérfræðingar (CISA). Innri endurskoðun er hluti af innra stjórnskipulagi fyrirtækja og stofnana samkvæmt alþjóðastöðlum um innri endurskoðun og heyrir beint undir stjórn þeirra.

Einn af meginkostum deildarinnar er aukin sérhæfing starfsmanna og þekking á innra eftirliti fyrirtækja, áhættustýringu og góðum stjórnarháttum (e. corporate governance).

Þjónusta á sviði innri endurskoðunar
• Ytri gæðaúttektir á starfsemi innri endurskoðunardeilda – í samræmi við alþjóðastaðla um innri endurskoðun (IIA standard 1312 External Assessments).
• Ráðgjöf til innri endurskoðunardeilda, þjálfun og kennsla starfsmanna í innri endurskoðun.
• Ráðgjöf tengd gerð áhættumiðaðrar innri endurskoðunaráætlunar.
• Innri endurskoðun fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja útvista þeirri þjónustu að hluta til (e. co-sourcing) eða öllu leyti (e. outsourcing).
• Ráðgjöf á sviði innra eftirlits og áhættustýringar, m.a. aðstoð við að koma á fót virkri áhættustýringu í fyrirtækjum.
• Ráðgjöf til endurskoðunarnefnda, m.a. starfsreglur og verkefni endurskoðunarnefnda.
• Ráðgjöf á sviði góðra stjórnarhátta í fyrirtækjum (e.corporate governance).
• Sannprófun á innra eftirliti í fyrirtækjum, hönnun, innleiðing og virkni innra eftirlitsins.
• Endurskoðun útvistaðrar þjónustu / Third party assurance (SAS 70).
• Innri eftirlit upplýsingakerfa, öryggisúttektir og prófanir.

Starfsemi innri endurskoðunar Deloitte er að fullu aðskilin frá endurskoðunar- og ráðgjafaþjónustu Deloitte hvað varðar verkefni tengd innri endurskoðun og hefur svo verið frá stofnun deildarinnar árið 2001.

Nánari upplýsingar um þjónustu Deloitte á sviði innri endurskoðunar veitir Sif Einarsdóttir, sif.einarsdottir@deloitte.is , í síma 580-3000. 

Ráðstefnur og fundir

Endurskoðunarnefndir 6.6.2013
Reynsla af innleiðingu áhættustýringar sem og eru lífeyrisréttindi áhættustýrð?

Samfélagsábyrgð fyrirtækja - morgunverðarfundur 18.01.2013
Hver er ávinningur fyrirtækja að sýna í verki samfélagsábyrgð og af hverju er það mikilvægt? (Fundurinn fór fram á ensku)

Endurskoðunarnefndir - morgunverðarfundur 29.11.2012
Reynsla af stjórnarsetu og hlutverk stjórna og tilgangur undirnefnda

Endurskoðunarnefndir - morgunverðarfundur 31.05.2012
Innra eftirlit lífeyrissjóða - og annarra fyrirtækja sem vilja styðjast við COSO og innra eftirliti þjónustuaðila - notkun ISAE 3402 skýrslna

Endurskoðunarnefndir 23.11.2011
Reynsla af nefndarsetu og sýn stjórnar og stjórnenda á upplýsingaöryggi og netógnir

Endurskoðunarnefndir 19.05.2011
Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum og skuggastjórnendur.

Endurskoðunarnefndir 18.11.2010
Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila og eftirlit með áhættustýringu.

Verkefni endurskoðunarnefnda 26.05.2010
Eftirlit með innra eftirliti, innri endurskoðun og áhættustýring og áhættueftirlit.

Hlutverk endurskoðunarnefnda 30.04.2010

Verkefni endurskoðunarnefnda á fyrsta starfsári 14.10.2009