This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Fjármálaráðgjöf

Fjármálaráðgjöf Deloitte (e. Financial Advisory Services, FAS) veitir fyrirtækjum, lögaðilum og einstaklingum fjölþætta fjármálatengda þjónustu og ráðgjöf. Starfsmenn fjármálaráðgjafarinnar vinna náið með viðskiptavinum sínum og leitast þannig við að tryggja að lausnin skili árangri en skilji jafnframt eftir verðmæta þekkingu hjá viðskiptavininum.

Deloitte er eitt af fremstu fjármálaráðgjafafyrirtækjum í heiminum með skrifstofur í yfir 150 löndum. Við höfum sterka markaðsstöðu sem gerir okkur kleift að bjóða upp á bestu mögulegu þjónustu fyrir viðskiptavininn.

Sem hluti af alþjóðaneti Deloitte höfum við aðgang að sérfræðingum um allan heim, ekki bara á sviði fjármála, heldur einnig á sviði endurskoðunar, reikningshalds og skattamála.

Við leggjum metnað í atvinnugreinasérhæfingu sem skapar frumlegar og skapandi lausnir. Þess vegna er sérfræðingum okkar skipt í atvinnugreinahópa á heimsvísu. Þessi skipting eykur markaðsþekkingu og skilar sér í kraftmikilli og skilvirkri nálgun í ráðgjafaferlinu.

Helstu þjónustuþættir sem fjármálaráðgjöfin hefur upp á að bjóða eru:

Þekkingin sem við byggjum á býr í vel menntuðu og reyndu starfsfólki okkar sem og nánu samstarfi við aðrar starfsstöðvar Deloitte hérlendis sem erlendis. Yfir 4.000 þúsund manns vinna hjá fjármálaráðgjöf Deloitte um allan heim og það er það bakland sem við höfum til að tryggja hámarks árangur fyrir viðskiptavini okkar með skjótum hætti.

Nánari upplýsingar um þjónustu Deloitte á sviði fjármálaráðgjafar veitir Ágúst Heimir Ólafsson, agust.heimir.olafsson@deloitte.is í síma 580-3000.