This site uses cookies to provide you with a more responsive and personalised service. By using this site you agree to our use of cookies. Please read our cookie notice for more information on the cookies we use and how to delete or block them

Bókamerki Netfang Prentvæn síða

Kaup og sala fyrirtækja og rekstrareininga (Mergers and Acquisitions, M&A)

Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf varðandi kaup og/eða sölu fyrirtækja og þá þætti sem nauðsynlegt er að fylgja í árangursríkum viðskiptasamningum. Við aðstoðum einnig fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja að leita að kauptækifærum með það að leiðarljósi að fjárfestingin skili þeirri arðsemi sem stefnt er að.

Við höfum mikla reynslu af kaupum og sölu fyrirtækja og munum nýta þá þekkingu til að aðstoða viðskiptavini okkar í gegnum hvert stig í kaup- eða söluferlinu. Við munum tryggja að sanngjarnt verð verði greitt fyrir fyrirtækið og að fjárhagsuppbygging fyrirtækisins sé til þess gerð að hámarka árangur. Okkar óháða ráðgjöf og stuðningur mun hjálpa kaupanda og/eða seljanda fyrirtækisins að stuðla að árangursríku ferli og um leið auðvelda viðskiptavinum okkar að hámarka ágóða sinn.

Þjónustan sem við veitum í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja er:
• Koma auga á fjárfestingatækifæri - aðstoð við að leita að áhugaverðum fjárfestingakostum
• Verðmat á fyrirtækinu – sem grunn til að byggja á í samningaviðræðum
• Hagkvæmnismat - á rekstri félagsins og því verði sem fyrir liggur á fyrirtækinu
• Kynningar – við útbúum bæði kaup- og sölukynningar
• Fjárhagsleg uppbygging – ráðgjöf varðandi æskilega uppbyggingu til að hámarka arðsemi rekstrar
• Skattaleg ráðgjöf - vegna kaups og/eða sölu félagsins
• Fjármögnun – ráðgjöf við val og nálgun á fjármögnunarmöguleikum eftir þörfum viðskiptavinarins
• Samningaviðræður og samskipti – við fylgjum viðskiptavini okkar í gegnum allar samningaviðræður og höfum umsjón með samskipti við fjárfesta sé þess óskað
• Áreiðanleikakönnun – sé um ráðgjöf til kaupaðila að ræða, framkvæmum við áreiðanleikakönnun áður en endanlegur samningur er undirritaður
• Frágangur – þar sem við höfum margra ára reynslu í ráðgjöf gagnvart kaupendum og seljendum fyrirtækja, þekkjum við mikilvægi þess og þær aðgerðir sem þarf til að ganga frá samningum og klára viðskiptin
• Eftir kaups þjónusta (e. Post Merger / Acquisition Services) – eftir að kaup hafa átt sér stað getum við aðstoðað viðskiptavin okkar við stefnumörkun og framkvæmd til að hámarka arðsemi fyrirtækisins

Við höfum veitt fleiri tugum fyrirtækja/fjárfesta ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja.

Nánari upplýsingar gefur Ágúst Heimir Ólafsson, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar Deloitte.

Síðan uppfærð síðast

Upplýsingar

Nafn:
Ágúst Heimir Ólafsson
Fyrirtæki:
Deloitte ehf.
Atvinna:
Sviðsstjóri fjármálaráðgjafar
Sími:
Netfang
agust.olafsson@deloitte.is